Bókstafir
- Hljóð Dæmi um kennslu
á hljóði og bókstaf.
Flestar
sögurnar eru uppfærðar og unnar af teymi vetrarins 2023
- 2024 Hérna er
sagan um Nóra og Sólu sem eru sögupersónur
í Listin að lesa og skrifa. Ljósálfurinn og dvergurinn Einu sinni var lítill ljósálfur (Sjá mynd í Vinnubók 1, bls. 2–3) sem bjó í fallegri skýjahöll hátt á himni. Litli ljósálfurinn hét Sóla. Sóla ljósálfur á gullakistu sem hefur að geyma mörg leikföng, myndir og nokkra stafi. Sóla er mjög glaðlynd og kát að eðlisfari og hefur afar gaman af því að leika sér að gullunum sínum. Hún hefur búið til söngva um stafina sína og syngur stafasöngvana á hverjum degi. Einhverju sinni er Sólu sagt frá því að niðri á jörðu sé að finna fleiri stafi en hún á í fórum sínum og þar sem Sóla ljósálfur er ákaflega forvitin ákveður hún að fara í heimsókn til jarðar í leit að fleiri stöfum. Sóla setur stafina sína í poka sem mamma hennar hafði gefið henni og svo heldur hún af stað í átt til jarðar. Eftir langa ferð kom Sóla litla ljósálfur í sérkennilega hamraborg. En hvað þetta var skemmtilegur staður! Sóla litla hleypur milli klettanna sem eru af öllum stærðum og gerðum, þar er meira að segja stuðlaberg. Sóla litla ljósálfur verður ekki mannaferða vör og sér ekkert kvikt nema nokkur fiðrildi á sveimi hér og þar. Allt í einu berast henni til eyrna undarleg hljóð. Hvað er þetta? Sóla leggur við hlustir. Það var eins og einhver sé að smíða. Sóla gengur varlega í áttina að hljóðinu og undrun hennar er mikil þegar hún sér inni í einum hamrinum lítinn dverg sitja við smíðar. Allt um kring gefur að líta fallega smíðaða hluti og einhver tákn sem Sóla hefur aldrei séð áður. Sóla verður svo hugfangin af hlutunum að hún kallar upp yfir sig í gleði: – En hvað þetta er fallegt! Dvergurinn sem situr niðursokkinn við störf sín hrekkur við, snýr sér að Sólu og spyr: – Hver ert þú og hvað ert þú að gera hérna? Nú verður Sóla litla dálítið feimin og svarar hikandi: – Ég heiti Sóla ljósálfur. Ég á heima í skýjahöll hátt á himnum. Ég á hér í pokanum mínum nokkra stafi en mér var sagt að á jörðinni væri að finna fleiri stafi og ég er komin til að leita að þeim. – Komdu sæl, Sóla, ég heiti Nóri og bý ásamt fleiri dvergum hér í hamraborginni. (Úr Mímisbrunni, Gylfaginning, bls. 97, sjá um bústaði álfa og dverga) Eins og þú sérð er ég að smíða staf. Átt þú svona staf? Nóri sýnir Sólu stafinn sinn. Hún skoðar staf dvergsins vel og vandlega en hristir svo höfuðið. – Nei, svarar hún. Síðan opnar hún pokann sinn og hellir öllum stöfunum sínum á gólfið og bætir við: – Ég á bara þessa. Dvergurinn skoðar stafina hennar Sólu og segir svo: – Þínir stafir eru ólíkir mínum stöfum. – Já, satt segirðu, segir Sóla. Eftir hverju smíðar þú stafina þína? spyr hún svo forvitin. – Sástu ekki fiðrildin sem sveima hér allt um kring? spyr Nóri. – Jú, ég sá nokkur fiðrildi en veitti þeim enga sérstaka athygli, svarar Sóla. – Þá hefur þú ekki séð að á baki fiðrildanna eru stafir. Mér fannst þeir svo fallegir að ég smíðaði eftir þeim. – En hvað það er skemmtilegt að til skuli vera fiðrildi með stöfum, sagði Sóla. En veistu nokkuð hvað fólkið á jörðinni gerir við svona stafi? – Já, svarar Nóri, stöfunum er raðað saman í orð sem sett eru í bækur. Ég á reyndar eina bók en hún er því miður alveg tóm. – Það er nú leiðinlegt, segir Sóla vonsvikin. – Já en veistu bara hvað, segir Nóri. Um daginn þegar ég var að elta eitt fiðrildið þá flaug það inn um glugga á skóla einum hér í nágrenninu og þá sá ég konu vera með bók sem var ekki tóm. Hún var að tala við börnin í skólastofunni og sagði að þau ættu að læra að lesa og búa til orð úr stöfunum. – En hvað það hlýtur að vera skemmtilegt, segir Sóla litla og ljómaði. Mikið væri gaman ef við gætum líka lært að lesa og búa til orð sem við gætum sett í bókina þína. – Já, það væri gaman, segir Nóri, en ekki getum við bara ætt inn í skólann og truflað kennsluna, finnst þér það? spyr Nóri. – Nei, það væri ekki gott, svaraði Sóla, en hvað getum við gert? Litli ljósálfurinn og dvergurinn hugsa sig um dálitla stund. Allt í einu glaðnar yfir Nóra og hann segir: – Ég veit. Við getum brugðið yfir okkur huliðshjálminum mínum og laumast inn í kennslustofuna og lært að lesa með krökkunum. – Já, það er góð hugmynd og svo getum við kannski kennt krökkunum stafasöngvana, segir Sóla. – Stafasöngva? spyr Nóri undrandi. Hvað er nú það? – Syngur þú ekki stafasöngva með þínum stöfum? spyr Sóla. – Nei, það er ekki svo gott að syngja stafina mína, segir Nóri. En leyfðu mér að heyra einn stafasönginn þinn. Sóla verður upp með sér þegar hún syngur stafasöng fyrir Nóra. Þegar hún hefur lokið söngnum segir hún: – Ég gæti kannski sungið stafasöngvana í eyru kennarans ofur lágt. – Já það líst mér vel á, segir Nóri. Og svo tek ég stafina mína með, bókina mína og ef til vill orðaspjöldin sem frændi minn kom með fyrir stuttu og gaf mér. Heyrðu, mætti ég kannski geyma þetta í pokanum þínum? – Já, já, svarar Sóla. Þú mátt meira að segja eiga pokann með mér. – Þakka þér fyrir, segir Nóri, og þá mátt þú eiga bókina með mér. Síðan tekur hann brosandi í hönd Sólu og bætir við: – Jæja, komum okkur nú af stað. Jæja krakkar, svona byrjar ævintýrið um Sólu litlu ljósálf og dverginn hann Nóra. Það væri gaman ef þið gætuð hjálpað þeim að safna orðum í bókina þeirra og ef til vill gætuð þið byrjað á því fljótlega. |
||||||
A5
blað brotið til helminga |
![]() |
síðan
aftur annan helminginn |
![]() |
blaðið
ætti að líta svona út |
![]() |
![]() |
Bókstafir |
Hljóðaspjald Skjámyndir Herdísar Egilsdóttur |
Festa
hljóðið |
Saga |
Verkefni og hugmyndir að verkefnum aem unnin eru jafnt og þétt yfir veturinn og eldri sögur |
||
Í
- í ![]() |
|
Ína
var með ýlustrá og þegar hún blés
í ýlustráið heyrðist í í
í í. Stráið slitnaði og þá
heyrðist ekki meira í í í í í. Í
í |
|
|
![]() |
|
Ó - ó |
![]() |
Óli
var úti á róló. Hann heyrði í
smiðunum sem voru að smíða hótel við hliðina
á róló. Óli fór að kíkja
á smiðina. En þá vildi svo illa til að einn
smiðurinn sem var uppi á annarri hæð missti spýtu
sem lenti á höfðinu á Óla. Óli
gólaði óóóóóó Hann
flýtti sér heim til pabba og mömmu. Ný stafa saga samin af 5 ára teymi veturinn 2023 - 2024 Ó ó Óli og Ólöf voru að hjóla
í skólann, sólin skein. Þau hjóluðu
á ó-ó-ó-ó-ógnarhraða en
Ólöf var svo óheppin að hún datt óvart.
Þá heyrðist ó-ó-ó í Ólöfu.
|
Trén á
haustin |
![]() |
||
S
- s ![]() |
![]() |
Siggi
sjóræningja strákur var að sigla í sjóræningjaskipinu
með pabba sínum og mömmu. Þegar hann sá
tvær slöngur synda saman í sjónum. Hann heyrði
þær segja eitthvað! Ný
stafa saga samin af 5 ára
|
Sjóræningja partý |
![]() |
||
![]() |
||||||
Á - á |
![]() |
Álfadísin
Álfhildur á fallegan hatt. Hann lítur út eins
og Á.
|
Búa til álfa, álfabekk |
Álfapartý |
||
L - l
|
![]() |
Lína
langsokkur var í leikfimi. Hún teygði út löngu
lappirnar sínar. Lína var mjög lipur. Þegar hún
var búin að ljúka leikfiminni fór hún
úr skónum. Það var komin táfýla
í sokkana! Lína skellihló. “Llll” sagði
Lína og loftaði út. Þegar Lína lauk við
að þvo sokkana, hengdi hún þá upp á
snúru. Þá litu sokkarnir hennar út eins og
stóraog litla L-l. |
Þið
þekkið öll hana Línu Langsokk er það ekki? Einn dag voru sokkarnir hennar orðnir svo skítugir að hún þurfti að þvo þá. Hún var rétt búin að hengja sokkana upp á snúru þegar Tommi og Anna komu til hennar. Tommi sá sokkana á snúrunni og fór að skellihlæja hann sá nefnilega að sokkarnir voru eins og bókstafir. Þeir voru eins og stóra L og litla l. Þetta fannst Önnu og Línu líka fyndið og þau hlógu öll og sungu L L L Lína segir Llllllll |
|||
A - a |
|
Ari
og Anna voru að aka upp í sveit með afa sem átti
bústað rétt fyrir utan Akureyri. Þau kölluðu
alltaf bústaðinn Afabústað og hann var í
laginu alveg eins og stafurinn A. Við bústaðinn var stór
akur og einnig afar stórt vatn þar sem agnarsmáir
andarungar syntu. |
Ari
og Anna voru í afmæli hjá afa og ömmu. Amma bauð
þeim að tjalda gamla tjaldinu þeirra úti í
garði. Afi hjálpaði þeim að tjalda. Þegar
Anna skoðaði tjaldið hans afa sá hún að tjaldið
var eins og A. AAAAAA flott tjald sagði Anna. Það er eins og húsið ykkar ömmu. |
|||
I - i |
![]() |
Indriði og Inga voru inni að lita og skrifa I-i. Ingu varð kalt á iljunum. Indriði fann þá inniskó fyrir þau. Á inniskónum hennar Ingu var dúskur en dúskurinn hafði dottið af. Þá sáu þau að inniskórnir litu út eins og litla og stóra I-i. Eldri saga Inga og Indriði voru í leiknum yfir. Þau kölluðu yyyyyyyyfir um leið og þau hentu boltanum. Þau voru svo óheppin að boltinn festist í reykháfnum. |
Búa til Indjána band með
fjöður. Bandið er úr pappírsrenning sem þau teikna mynstur á. Fjöður – búa til úr pappír eða fá fjaðrir í myndmennt. Indjánapartý ...... |
Vinna bls. 7 í Kátt er í kynjadal - mynstur | ||
R - r |
![]() |
Rósa fór út í rigninguna í regngallanum sínum og með regnhlífina. Regnhlífin hennar leit út eins og litla r en Rósa sjálf í regngallanum minnti á stóra R. Rósu þykir rosalega gaman út í rigningunni. Rósa heyrði í rútu sem ók framhjá, r-r-r-r heyrðist í rútunni. ![]() |
Raggi
risaeðla ratar ekki heim til sín. Hann á heima í rrrrrrrisa stóru fjalli. Í kringum hann eru mörg stór fjöll. Rósi vinur ragga hitti hann við tjörnina og sgði honum að fjallið hans ragga væri eins og stóra R. Þeir fóru að leita að fjalli sem er eins og R og liggur á hliðinni, Þarrrrna er Rrrrrr fjallið þitt sagði Rósi og benti á stórt fjall. |
|
||
og |
Skoða líka hvað sagt er í bókinni Það kemur saga útúr mér.
|
Þessi leið er úr
kennsluleiðbeiningum
Listin að lesa og skrifa.
|
||||
ekki |
![]() |
Mig langar svo til að fá
nýtt orð hjá Óra bróður þínum,
sagði Sóla eitt sinn þegar þau Nóri voru á
leiðinni í skólann. Ég er alveg búin að
læra orðið og. Nú langar mig að læra nýtt
orð. – Já, við skulum fara til hans, sagði Nóri.
Það glaðnaði yfir Óra þegar hann sá
gestina. – Jæja, er ykkur farið að langa í nýtt
orð? spurði hann brosandi. – Já, ég var svo
fljót að læra og -orðið, sagði Sóla.
Nú langar mig í nýtt. – Hér er eitt, sagði
Óri, og lyfti upp nýju orðaspjaldi. Hvernig líst
ykkur á það? Þegar Sóla leit á það
varð hún dálítið vandræðaleg á
svipinn. – Líst þér ekki á nýja
orðið, Sóla mín? spurði Óri hlýlega.
– Æ, það er svo stórt, ég get örugglega
ekki lært það. – Það er auðvitað
aðeins stærra en litla orðið sem ég gaf þér
um daginn, sem þú varst svo fljót að læra
en þú verður örugglega líka fljót að
læra þetta, sagði Óri. Og svo varstu rétt
áðan að segja nýja orðið. – Var ég
að segja það! Hvað sagði ég þá?
spurði Sóla undrandi. – Þú sagðir „Ég
get örugglega ekki lært það“. – Þegar
Sóla heyrði þetta glaðnaði aftur yfir henni en
Óri hélt áfram: – Nú skal ég segja
ykkur söguna af því hvernig ég lærði
þetta orð. Sjáið hvernig það lítur
út. Óri sýndi Sólu og Nóra tóma
kassa svona eins og þessa (kennari sýnir börnunum kassa,
aðlagaða orðinu ekki á töflu). Ég hef gaman
af að teikna bíla og mér fannst orðið passa svo vel inn í kassa sem líkjast bíl að lögun. – Er orðið þá bíll? spurði Sóla forvitin. Óri skellihló. Nei, ljósið mitt, þú sagðir ekki bíll áðan, sagði Óri. – Hvað er þá nýja orðið? spurði Sóla. – Nýja orðið er ekki sagði Óri. – Ekki, sagði Sóla. – Ekki, sagði Nóri. – Já, ekki, sagði Óri. – En hvernig eigum við að muna að orðið ekki sem líkist bíl er orðið ekki? spurði Sóla. – Jú, hugsaðu um það sem bíll má ekki gera. – Bíllinn má ekki klessa á, sagði Sóla. – Bíllinn má ekki keyra of hratt, sagði Nóri. – Bíll má ekki fara yfir á rauðu ljósi, sagði Sóla. – Já, það er hárrétt: Hann má ekki klessa á, hann má ekki keyra of hratt og hann má ekki fara yfir á rauðu. Meðan þú ert að æfa þig seturðu orðið ekki inn í bílinn og þá verðurðu fljót að læra það. Þegar Sóla og Nóri höfðu þakkað fyrir sig héldu þau glöð í bragði með nýja orðið sitt í skólann. Vonandi gengur þeim vel að læra orðið ekki. Vonandi gengur ykkur, krakkar mínir, líka vel að þekkja nýja orðið ykkar ekki þegar þið sjáið það aftur. |
||||
Ú - ú |
Úlfar og Úlfhildur voru í útilegu. Það var kalt úti svo þau klæddu sig í úlpur. Síðan kveiktu þau á útikerti til að hlýja sér. Úti á túni í fjarska vældi úlfur, ú-ú-ú-ú. | Orð og mynd Ú | Úlli úlfur
var úti að leika sér í feluleik. Hann leitaði
og leitaði að vini sínum unganum Úlfari. Úlli
heyrði eitthvað þrusk. Hann fór að hlusta betur.
Hann heyrði ú ú ú ú. Hann hélt
áfram að leita. Úlli sá pott, hann sá
að lokið á pottinum hreyfðist og upp kom Úlfar
ungi sem sagði ú ú ú ú. Úlli hjálpaði
Úlfari upp úr pottinum. |
![]() |
||
M - m |
Magnús var hjá ömmu og afa í sveitinni. Það var margt og mikið að gera þar. Meðal annars þurfti Magnús að mála hliðið. Hann málaði hliðið í fallegum mosagrænum lit. Þegar Magnús var búinn að mála fékk hann sér matarkex og mjólk, m-m-m sagði Magnús. | Malla mús
á heima í Ísaksskóla. Hún er stolt
af bókstafnum sínum M. Einn dag fékk hún að fara í ferðalag með krökkunum í bekknum sínum. Þau fóru í heimsókn á bóndabæ. Þar sáu þau kýr. Malla hlustaði vel og heyrði kúnna baula mmmmmuuu. Vá hún segir m — mmmmu sagði Malla mús. |
![]() |
|||
U - u |
Una og Unnar voru að
fara sofa. Þau heyrðu undarlegt hljóð fyrir utan
gluggann. U-u-u-u, heyrðist. Unnar varð hræddur og skreið
undir rúm. Una sá að það sátu ugluungar
á grein. Þá kom Unnar undan rúminu og horfði
undrandi á ugluungana sem sögðu u-u-u-u. |
Una ugluungi átti
heima hátt uppi í tré. Mamma hennar Unnur hafði flogið til að leita að mat handa henni. Una var hrædd í myrkrinu og kallaði á mömmu sína u uuuu U uuuu. Stuttu seinna kom mamma með mat handa Unu og hún hætti að vera hrædd. |
||||
V - v |
Vaka og Viðar fóru
að versla vorblóm fyrir mömmu sem var veik. Þau
keyptu blómin með vasapeningunum sínum. Þau stilltu
blómunum upp í fallegan vasa og vökvuðu þau.
„Vá!“ sagði mamma þegar hún sá
blómin. Vaka og Viðar heyrðu í vespu suða þar
sem hún sveif við vorblómin, v-v-v heyrðist í
vespunni. |
Villi og Vala heyrðu
vespuna suða v-v-v er hún sveif á stóru vængjunum
sínum milli vorblómanna. Villi var með krukku og veiddi
vespuna. (Ástrós og Guðbjörg sömdu þessa sögu) ![]() |
Vinirnir Vaka og Viðar
voru saman í veiðiferð. Viðar ákvað að
vaða yfir vatnið. „Vertu varkár!“ kallaði
Vaka. „V-v-v-v“ heyrðist þegar þau köstuðu veiðilínunum út í vatnið. Allt í einu flæktust veiðilínurnar þeirra saman. „Vá! Nú erum við í vanda“ sagði Viðar og Vaka veinaði úr hlátri. |
|||
ég |
||||||
E - e |
Elfar og Edda voru að
týna epli af eplatrénu út í garði. Edda
sótti stiga svo þau gætu týnt eplin sem voru
efst upp í trénu en stiginn var ekki í lagi. Hann
var eldgamall og brotinn og leit út eins og stóra E. Þá
sótti Elfar verkfæri og efnivið og þau gerðu
við stigann og týndu fulla körfu af eplum. |
|||||
að | ||||||
O
- o ![]() |
Olga og Oddur voru að
moka holu. Þá sáu þau Olla orm í holunni.
„O – o – Olli ormur“ sagði Olga hissa. Olli
ormur hringaði sig ofan í holunni. „Sjáið
mig! Nú er ég eins og O“ sagði Olli. |
Olga var að moka holu.
Hún sá Olla orm í holunni. Nei O o o o o o o Olli ormur sagði Olga hissa. Hún tók Olla orm og bað hann að búa til O úr sér af því að hún er að læra um o. Olli kom sér fyrir á ferhyrning og hringaði sig í o fyrir Olgu. Sjáðu mig sagði Olli nú er ég eins og O. |
||||
N - n |
Nanna norn á heima
í Nornabæ. Hún á nornakúst og kött
sem heitir Nói. Nanna kann að búa til nornadrykk sem
henni og Nóa finnst svo góður. Nanna fékk nokkrar
nornir í heimsókn. Hún blandaði fyrir þær
nornadrykkinn. „N-n-n-nammi, góður drykkur Nanna!“. |
Nanna norn á heima
í Nornabæ. Hún á nornakúst og kött
sem heitir Nói. Nanna kann að búa til nornadrykk sem henni og Nóa finnst svo góður. Nanna fékk nokkrar Nornir í heimsókn. Hún blandaði nornadrykkinn og gaf þeim. Þær sögðu allar nnnnnnnnammi. Góður drykkur hjá þér Nanna. |
||||
Æ - æ |
Ævar og Æsa
voru að labba heim af æfingu. Á leiðinni heim sáu
þau ærslabelg. Þau ákváðu að stoppa
og ærslast smá. Æsa var svo æst að hún
gleymdi að taka af sér æfingartöskuna. “Æ!”
við erum orðin svo sein heim að læra sagði Ævar.
“Þetta var nú meira ævintýrið!”
sagði Æsa glöð og þau drifu sig heim. |
Ævar og Æsa
eiga dýr. Æsa á ær en Ævar á litla
skjaldböku. Æsa var að skoða skjaldbökuna hans
Ævars þegar hún missti hana. Æ ææææææ
sagði ævar ég vona að hún hafi ekki brotnað.
Þegar Æsa sá skjaldbökuna á gólfinu
sá hún að hún var eins og litla æ |
||||
Sagði |
![]() |
Hugmynd að kynningu
á orðinu „sagði“ Þegar Sóla var
búin að læra orðið ekki langaði hana í
nýtt orð. – Þú ert bara farin að safna
orðum eins og Óri bróðir, sagði Nóri.
– Já, er það ekki í lagi, mér þykir
líka gaman að safna orðum sagði Sóla. –
Jú, það er í lagi, sagði Nóri. Við
skulum skreppa til Óra bróður og sækja nýtt
orð. Óri varð glaður þegar hann sá gestina.
– Langar þig í nýtt orð Sóla mín?
spurði hann. – Já, sagði Sóla og það
má vera stærra en það sem ég fékk
síðast. – Hér er eitt, sagði Óri og
sýndi henni orðið sagði. – Þetta er nú
svolítið skrýtið orð, sagði Sóla.
Hvernig getur þú hjálpað mér að muna
það. – Ég ætla að byrja á því
að teikna kassa sem líkist pallbíl, þá
kemur það brunandi til þín í hvert sinn
sem þú þarft að nota það, sagði Óri.
Óri sýndi Sólu og Nóra kassa sem leit út
eins og pallbíll (kennari teiknar kassaform sem er aðlagað
orðinu sagði á töfluna). Inn í þennan
bíl læt ég nú nýja orðið, sagði
Óri. Þetta er orðið – Notum við þetta
orð mikið? spurði Sóla. Já, við notum þetta
orð mjög oft, sérstaklega þegar við lesum eða
segjum sögur, sagði Óri. – Mér finnst þetta
nú svolítið flókið orð, sagði Sóla
þegar Óri hafði lokið við að skrifa orðið
inn í pallbílinn. Hvernig á ég að muna
að þetta orð er sagði? – Jú, hugsaðu
þér að pallbíllinn geymi þetta orð en
sitt hvorum megin við orðið sagði eru önnur orð.
Sjáðu. Óri skrifaði setninguna: „Ari á
ís, sagði Ása“ á blað (kennari skrifar
hana á töflu). „Sóla sá að hún
gat lesið allt nema orðið sagði. – Nú, skil
ég, sagði Sóla. Ég þarf bara að læra
orðið sagði og þá get ég lesið svona
setningar. Já, og kannski geturðu líka búið
til litlar setningar utan um orðið sagði. Við skulum reyna.
Óri, Nóri og Sóla fóru að raða saman
orðum og búa til setningar utan um nýja orðið
í pallbílnum: Ás, sagði Sóla. Lás,
sagði Nóri. Ól, sagði Sóla. Sól, sagði
Nóri, og svona héldu þau áfram þangað
til þau voru búin að læra orðið sagði. |
||||
J |
Jólasveinarnir voru
að koma til byggða. Þeir ljómuðu af gleði
því nú voru að koma jól. Á leiðinni
yfir jökulinn hrapaði Giljagaur ofan í gil. “J-j-jólasveinn!”
hrópaði Kjötkrókur. “Er í lagi með
þig?”. “Já!” hrópaði Giljagaur.
Kjötkrókur rétti síðan jólasveininum
Giljagaur hjálparhönd og dró hann upp. |
Jólasveinarnir voru
að koma til byggða. Á leiðinni hrapaði einn þeirra
niður í gil. J j j j j j jólasveinn kallaði Giljagaur og rétti jólasveininum stafinn sinn og dró hann upp. |
||||
F |
Fía fiðrildi
er falleg á litin. Fía er forvitin og flýgur um himininn.
Einn dag sá hún risa stórt og fallegt fiðrildi.
Hún sá að það var fast við band. Bandið
og vindurinn feyktu stóra fiðrildinu til og frá . Nei
bíddu við hugsaði Fía fiðrildi. Þetta
er ekki fiðrildi þetta er ffffffff flugdreki. |
|||||
É |
Litla E og stóra
e voru góðir félagar. Þeir voru á leið
út í fjárhús til þess að skoða
féð fyrir veturinn. “Ég sé féð
héðan” sagði stóra E. Skyndilega féll
él á þá. “É-é-é,
það er komið él!” sagði litla e. “Alveg
rétt hjá þér” sagði stóra
E. Þegar þeir komu inn í fjárhús sáu
þeir að þeir litu út eins og stafurinn É
því élið hafði lent á höfðinu
á þeim. |
|||||
H |
Halli á heima í höll. Í höllinni búa líka Hjalti og Halla. Þau eiga öll hesta. Halli fékk hálsbólgu og þurfti að vera inni. Hann horfði á Hjalta og Höllu út um gluggann. Hann andaði á gluggann hhhhhh Þá kom móða á gluggann. Hann teiknaði H á gluggann. Í gegnum h sá hann Hestinn sinn Hrapp. Halli blístraði á Hrapp. Hesturinn heyrði í honum og hneggjaði íhihihih. |
|||||
T |
Tóti tröllastrákur
og vinkona hans Tinna tröllastelpa eiga heima í Tindafjöllum. Í risa stórum helli. Þau eiga stóra klukku. Það heyrsit hátt í henni. Tikk, takk, tikk, takk. Pabbi þeirra fer stundum út á sjó að veiða fisk á trillunni sinni. Það heyrist t t t t t t t í trillunni hans. |
|||||
G |
Litla geitin sagði
við geitamömmu “ég vil fara yfir brúnna grasið
er miklu grænna þar”. Geitamamma sagði að þau
gætu ekki farið yfir brúnna af því að
stóra tröllið byggi undir brúnni og myndi éta
þau ef þau færu yfir. Þau ákváðu
samt að prufa að fara yfir brúnna. Fyrst fór Litla
geitin. Tripp trapp tripp trapp... |
|||||
ð |
Daði á afmæli
hann bauð vinum sínum í afmælisveislu. Vinir hans
gáfu honum Hróar hattar hatt að gjöf og boga og
örvar. Hatturinn líktist lita ð og boginn og örvarnar
líktust stóa Ð. Ðððððððððð |
|||||
Ö
|
Ökubuska þurfti
að vinna öll verkin á heimilinu sínu. Pabbi hennar
var dáinn og stjúpan hennar var leiðinleg við hana. Prinsinn bauð öllum stúlkunum í ríkinu á ball því hann var að leita sér að konu. Öskubuska mátti ekki fara á ballið hún átti að vera heima og vinna húsverkin. Þegar allir voru farnir á dansleikinn kom álfamær t il hennar og galdraði grasker sem hestvagn....... |
|||||
B
|
Bóbó bangsi
á afmæli. Hann er búinn að bjóða vinum
sínum í afmæli. Bóbó skreytti húsið með blöðrum. Þegar vinir hans komu sú þeir blöðrurnar þær voru sérkennilegar í laginu. Þær voru eins og stóra B og litla b BBBBBBBBBB sagði Bóbó |
|||||
Yý
|
Ylfa og Ýmir eru
systkini. Þau fóru til ömmu sinnar. Þau fóru
yfir brú. Í ánni sáu þau ýsu.
Þeim finnst gaman að syngja. Það eru stórar
dyr á húsinu hennar ömmu. Það er lykill í
skránni á hurðinni. Amma kyssti krakkana þegar
hún sá þau. Þau gáfu henni mynd af sér.
|
|||||
Þ |
||||||
K |
Krummi krunkar og flýgur
uppá háan klett þar sem hann er með hreiður.
Á sjónum sá hann eitthvað skrýtið
fljóta. Hann flaug af stað og krúnkaði Krúnk, krúnk, krúnk. Þegar hann kom nær sá hann að þetta var korkur sem var eins og K í laginu. Hann fór með “Kið” upp í hreiðrið og sýndi ungunum sínum. Hann kenndi þeim að segja K k k k k k k
|
|||||
D |
D |
Dóri er drekasnáði
sem á heima á Drekaeyju. Hann dansaði af kæti þegar drekasnáðarnir vinir hans ákáðu að fara í drekaflug yfir eyjuna þeirra í ransóknar leiðangur. Þeir ætluðu að leita að demöntum og allavega dóti. Þeir byrjuð á að leita djúpt inni í skóginum. Þar fundu þeir dós, drykk, dollu og gamlar dökkar dyr. En vinirnir fundu engan demant. |
||||
au |
||||||
P |
![]() |
Það var einsu sinn lítil prinsessa
og lítill prins em voru að poppa. Það heyrðist
pppppppp í poppinu þegar það poppaðist. Eða Það var einsu sinn lítil prinsessa og lítill prins em voru að baka piparkökur. Litli prinsinn missti piparinn út í deigið. Prinsessan smakkaði piparkökuna henni fannst hún mjög vond og skyrpti piparkökunni út úr sér pppppppppppp. |
||||
ei
- ey |
||||||
x og z |
||||||
![]() |
||||||