Korpuskóli
4. bekkur
Veturinn 2001 - 2002

Íslenska
Álfaþema
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir

Álfareiðin

Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg,
-stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt,
og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,
-hornin jóa gullroðnu blika við lund,
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng,
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallar að mér?

Álfadans -Máninn hátt á himni skín

Máninn hátt á himni skínhrímfölur og grár.
Líf og tími líður,og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn, og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,horfið kveðjum ár.
Dátt vér dansinn stígum,dunar ísinn grár.
Komi hver, sem koma vill.Komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli,dunar ísinn blár.

Álfadans, Nú er glatt í hverjum hól

Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði,
hinstu nótt um heilög jól,
höldum álfagleði.
-Fagurt er rökkrið við ramman vætta söng,
syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng.
Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum Draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.

 

Á Sprengisandi


Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell.
Hér á reiki er margur óhreinn andinn
úr því fer að skyggja á jökulsvell
.Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þei, þei, þei, þei. Þaut í holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannski að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið.
Álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið.
Vænsta klárinn vildi ég gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram,
Villir hann, stillir hann
hitti´ hann fyrir sér álfarann,
þar rauður loginn brann.:,
: Blíðan lagði byrinn undan björgunum:,
: framÞar kom út ein álfamær,
Sú var ekki kristi kær.
Þar komút ein önnur,
Hélt á silfurkönnu.
Þar kom út hin þriðja
Með gullband um sig miðja.
Þar kom út hin fjórða,
Hún tók svo til orða:"
Velkomin Ólafur Liljurós!
Gakk í björg og bú með oss".
" Ekki vil ég með álfum búa,
heldur vil ég á krist minn trúa".
" Bíddu mín um eina stund
meðan ég geng í grænan lund".
Hún gekk sig til arkar,
Tók upp saxið snarpa.
" Ekki muntu svo héðan fara,
að þú gjörir mér kossinn spara".
Ólafur laut um söðulboga
Kyssti frú með hálfum huga.
Saxinu´ ún stakk í síðu,
Ólfi nokkuð svíður.
Ólafur leit sitt hjarta blóð
Líðan niður við hestsins hóf.
Ólafur keyrir hestinn spora
Heim til sinnar móður dyra.
Klappar á dyr með lófa sín:
" Ljútu´ upp kæra móðir mín".
"Hví ertu fölur og hví ertu fár,
eins og sá með álfum gár ?"
"Móðir, ljáðu mér mjúka sæng.
Systir, bittu mér síðuband".
Ei leið nema stundir þrjár,
Ólafur var sem bleikur nár.
Vendi ég mínu kvæði í kross
Sankti María sé með oss.