Heimilisfræði
Hvað segir námskráin?

Þrepamarkmið 1. Bekkjar

Nemandi
Næring og hollusta

- kynnist því að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundir
- læri að raða algengum morgunverðartegundum í fæðuhring (fæðudúkur)
- kynnist því hvaða fæðutegundir eru góðar og slæmar fyrir tennurnar
Matreiðsla og vinnubrögð
- kynnist einföldum áhöldum
- þekki dl-mál, msk. og tsk.
- geri sér grein fyrir því að hnífar og önnur eggjárn geta verið hættuleg
- fái verklega þjálfun í samvinnu við kennarann
- læri að lesa myndrænar uppskriftir
- hjálpi til við frágang
Matvælafræði
- læri nöfn algengra fæðutegunda
- geri sér grein fyrir því hvaðan matvælin koma sem unnið er með
- bragði matvælin sem unnið er með
Hreinlæti
- geti þvegið sér rétt um hendur
- temji sér að þvo sér um hendur áður en starf hefst í eldhúsi og sest er til borðs
- geri sér grein fyrir því að örverur eru til í umhverfi okkar (borðklútur)
- hjálpi til við tiltekt og hreingerningu í eldhúsi (eldhússkápar)
Neytendafræði og umhverfisvernd
- fái fyrstu kynni af því hvernig bæta má umhverfið (sápa, vatn, einnota umbúðir og pappír)
Aðrir þættir
- læri orð og hugtök sem tengjast viðfangsefnunum
- geri sér ljóst að nauðsynlegt er að fá nægan svefn og hvíld
- geti deilt með öðrum
- geti metið hvaða heimilisstörfum hann er fær um að taka þátt í