Upplýsingatækni
Hvað segir námsskráin
Þrepamarkmið fyrir 2. bekk

Nemandi
Tæknilæsi
tileinki sér rétta líkamsbeitingu við innslátt á texta
átti sig á hvernig lyklaborð skiptist í hægri og vinstri hluta
geti ritað texta í ritvinnslu
kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði, s.s. að eyða texta, leiðrétta texta og rita stóra stafi
geti vistað skjöl og náð í vistuð skjöl á hörðum diski og disklingi
geti nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða Neti sem hæfir þessum aldurshópi
Upplýsingalæsi
átti sig á mun á skáldsögum og fræðiefni og viti hvar gögnin eru geymd í safninu
kunni að leita í léttum orðabókum
geti fundið lykilorð í einföldum texta og endursagt aðalatriði
geti mótað spurningar og leitað svara í léttum fræðibókum
læri á útlánakerfi safnsins
læri að leita að efni á margmiðlunardiskum og á Neti við hæfi þessa aldurshóps
Menningarlæsi
komi reglulega á skólasafnið og fylgist með sögustundum
hafi reglulega fengið lánuð gögn á skólasafninu
hafi fengið kynningu á ýmsum tegundum bókmennta, s.s. þjóðsögum, ævintýrum og ljóðum
þekki nokkra íslenska barnabókahöfunda