Markmið og leiðir í stærðfræði
3. bekkur 2004 - 2005

Stærðfræði
og
tungumál

 

Markmið

  • skrái upplýsingar þar sem háar tölur og brot koma fyrir
  • lesi texta um stærðfræðileg viðfangsefni og greini um hvað hann fjallar
  • þjálfist í að skrá svör sín við dæmum með því að nota talnatákn og aðgerðarmerki
  • noti stærðfræðileg hugtök til að lýsa hlutum eða fyrirbrigðum, t.d. leikföngum, hlutum úr umhverfinu eða rökkubbum
  • semji sögur um stærðfræðileg verkefni og sýni hvernig þau geta verið sprottin úr ólíku samhengi
  • útskýri fyrir kennara og bekkjarfélögum hvernig hann leysir verkefni með aðstoð hluta, myndrænna og/eða tölulegra skýringa
  • fáist við sambærileg verkefni: t.d. fara í leiki þar sem einn nemandi lýsir um hvað gæti dæmið 75 - 32 verið? Semjia tvær ólíkar sögur um dæmið sem sýna ólík tilefni til frádráttar.

Leiðir

  • Sögugerð um stærðfræði tengt samfélags- og náttúrufræði
  • Verkefni sem tengjast mismundi þemum
  • Hópavinna
  • Einstaklingsvinna
  • Leikir
  • Spil
  • Hringekjur eða stöðvavinna

Kennslugögn

  • Eining 5 og 6
  • Verkefnablöð sem fylgja Einingu
  • Lína 4, 5 og 6
  • Ýmsi fjölrit
  • Rökkubbar
  • Kubbar
  • Mábönd

 

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5 og 6

Lausnir verkefna og
þrauta

Markmið

  • vinni með öðrum að lausn þrauta, ræði um og prófi mismunandi lausnarleiðir og skýri lausnarferli sitt fyrir öðrum
  • kynnist aðferðum til að takast á við flókin verkefni, s.s.setja á svið eða teikna mynd
  • giska á lausn
  • leita að mynstri
  • temji sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni
  • leysi þrautir sem tengjast daglegu lífi
  • búi til eigin þrautir með verkefnum sem tengjast skólastarfinu eða viðfangsefnum daglegs lífs
    fáist við sambærileg verkefni:

Leiðir

  • Sögugerð um stærðfræði tengt samfélags- og náttúrufræði
  • Verkefni sem tengjast mismundi þemum t.d tré og myndir
  • Hópavinna
  • Einstaklingsvinna
  • Leikir
  • Spil
  • Hringekjur eða stöðvavinna

 

Kennslugögn

  • Eining 5 og 6
  • Verkefnablöð sem fylgja Einingu
  • Lína 4, 5 og 6
  • Ýmsi fjölrit
  • Rökkubbar
  • Kubbar
  • Mábönd
  • Ýmsilegur efniviður

 

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5 og 6


Röksamhengi
og röksemdafærslur

 

Markmið

  • meti hvort fullyrðingar, sem settar eru fram, séu sannar
  • temji sér að nota þekktar staðreyndir til að álykta út frá
  • spili með rökkubbum þar sem nota þarf mismunandi eiginleika kubbanna til að komast áfram
  • búi til og vinni með einföld reiknirit
  • fáist við sambærileg verkefni: Meta sanngildi: Hanna er stærri en Páll. Páll er minni en Guðjón. Þá er Guðjón stærri en Hanna.
  • Búa til margföldunartöflu með því að leggja saman t.d. 2+2+2+2+2+2 = 12 og 3+3+3+3+3+3 = 18.
  • Búa til talnarunur þar sem fylgja þarf ákveðinni reiknireglu, t.d. 4, 8, __, __, __, 128.

Leiðir

  • Verkefni sem tengjast mismundi þemum
  • Hópavinna
  • Einstaklingsvinna
  • LeikirSpil
  • Hringekjur eða stöðvavinna

 

Kennslugögn

  • Eining 5 og 6
  • Verkefnablöð sem fylgja Einingu
  • Lína 4, 5 og 6
  • Ég stefni á margföldu
  • Vasareiknir
  • Ýmsi fjölrit
  • Rökkubbar
  • Kubbar
  • Mábönd
  • Ýmsilegur efniviður

 

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5 og 6

Tengsl við daglegt líf
og
önnur svið

Markmið

  • skoði form í nánasta umhverfi sínu. Hvaða form þekja flöt? Hvernig er þeim raðað saman í hellulögn á bílastæðum og gangstéttum?
  • áætli hvað vörur kosta, reikni út (t.d. með aðstoð vasareiknis), borgi og meti hvort rétt er gefið til baka, t.d. í búðarleik þar sem nemendur útbúa sjálfir gjaldmiðil og ákveða vöruverð
  • vinni með tímareikninga og tímaáætlanir. Hve langt er síðan tiltekið atvik átti sér stað? Hve langt er þangað til eitthvað gerist?
  • þjálfist í að lesa á tölvuklukku og klukku með skífu og beri saman þær upplýsingar sem þær gefa
  • leggi mat á hvaða mælieiningar eru heppilegar til að mæla tiltekna hluti, mæli, skrái og meti hvort niðurstöður mælinga eru réttar

Leiðir

  • Þema Ólympíuleikarnir
  • Þema myndir
  • Þema tré
  • Búðaleik
  • Þema um land
  • Hringekjur

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5 og 6

Tölu

Markmið

  • notað áþreifanlega hluti til að sýna háar tölur
  • safni háum tölum, t.d. úr dagblöðum, og ræði um stærð þeirra og notkun í daglegu lífi
  • skoði neikvæðar tölur í eðlilegu samhengi, t.d. skoði á talnalínu og vasareikni hvað gerist þegar talið er niður
  • beri saman fjölda kubba í lengjum, plötum og teningum og þjálfist í skráningu talna
  • vinni með sætisgildiskubba til að efla skilning á tugakerfinu
    fáist við sambærileg verkefni:
    - Telja smáhluti í hópa með tíu/hundrað/þúsund hlutum í hverjum.

Leiðir

  • Vinna með smáhlutasafn
  • Vinna með einingakubba
  • Eining 5 og 6
  • Verkefnablöð sem fylgja Einingu
  • Lína 4, 5 og 6
  • Ýmsi fjölrit
  • Rökkubbar
  • Kubbar

Reikniaðgerðir, reiknikunnátta
og
mat

 

 

Markmið

  • þjálfist í að nota mismunandi hjálpargögn við lausnir verkefna, s.s. kubba, talnagrindur, skýringarmyndir, vasareikna, talnatákn og aðgerðarmerki
  • skoði talnamynstur í margföldunartöflum og beri saman mynstur í mismunandi töflum
  • kynnist mismunandi reikniaðferðum sem nota má við útreikninga með tveggja og þriggja stafa tölum
  • noti talnalínu til að skoða andhverfar aðgerðir; hvað gerist ef tala er fyrst lögð við og síðan dregin aftur frá?
  • þjálfist í að finna ólíkar leiðir við lausn verkefna og bera saman mismunandi leiðir að sömu lausn
  • þjálfist í að áætla svör við dæmum og nota svo reiknivél eða önnur hjálpargögn til að reikna dæmið og bera saman við áætlun sína
  • þjálfist í að nota þekkingu á tugakerfinu við hugarreikning
  • þjálfist í að námunda tölur að næsta heila tug
    fáist við sambærileg verkefni:
  • Bera saman tölur í tví- og þrítöflunum. Hvaða tölur eru í báðum töflunum? Hvað er líkt í tví- og fjórtöflunni? Hvers vegna eru tölurnar í sextöflunni líka í tví- og þrítöflunni?
  • Nota reiknivélar við útreikninga sem tengjast heimilisstörfum, t.d. að áætla hvað þarf að kaupa af mat og drykk fyrir afmælisveislu, áætla hvað það kostar og reikna síðan nákvæmar í reiknivél.
  • Við lausn dæmisins 93-27 er talan 93 hækkuð upp í 97 og hækkunin svo dregin frá í lokin.

Leiðir

  • Verkefni sem tengjast mismundi þemum
  • Hópavinna
  • Einstaklingsvinna
  • LeikirSpil
  • Hringekjur eða stöðvavinna

Kennslugögn

  • Eining 5 og 6
  • Verkefnablöð sem fylgja Einingu
  • Lína 4, 5 og 6
  • Ég stefni á margföldu
  • Viltu Reyna
  • Verkefnabók vasareiknir 2
  • Vasareiknir
  • Ýmsi fjölrit
  • Rökkubbar
  • Kubbar
  • Mábönd
  • Ýmsilegur efniviður

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5 og 6

Hlutföll
og
prósentur

 

Markmið

  • leggi mat á hvort er meira, helmingur eða þriðjungur, helmingur eða fjórðungur, t.d. með því að skipta pappírsstrimlum af sömu lengd í 2, 3 og 4 hluta og bera saman hlutana
  • skipti safni áþreifanlegra hluta í gefnum hlutföllum, t.d. 1:2
  • stækki flatarmyndir, t.d. á pinnabretti

Leiðir

  • Vinna með áþreifanlega hluti til að finna út hlutföll
  • Þema um myndir í Einingu 5

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5 og 6
Mynstur
og
algebra

Markmið

  • skoði regluleika í mynstri og búi til mynstur útfært á ólíka vegu, t.d. raði hlutum, teikni, saumi út o.s.frv.
  • tákni gefið mynstur, t.d. einfalt dansspor, með mismunandi gögnum, s.s. kubbum, litum, orðum eða teikningum
  • skoði hvernig mynstur er hægt að mynda með mismunandi fjölda eininga, t.d. þríhyrningstölur og ferningstölur
  • búi til talnamynstur á vasareikni, t.d. fái fram runu með því að setja inn fasta í samlagningu, merki talnarunurnar inn í talnatöflu og beri svo saman mismunandi talnarunur sem myndast með því að nota ólíkar tölur, t.d. 2, 3 og 6 sem fasta
  • skýri fjölskyldutengsl, t.d. með því að teikna ættartré

Leiðir

  • Þema um myndir
  • Eining 5

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5
Rúmfræði

Markmið

  • búi til þrívíða hluti, ræði um heiti hlutanna, horn, brúnir og hliðarfleti og eiginleika þeirra, t.d. holur, gegnheill, sívalur, kúlulaga, kúptur, íhvolfur
  • mæli lengd hluta með kubbum (sentikubbum/sætisgildiskubbum) og beri saman við mælingar með reglustiku eða málbandi (cm, dm, m)
  • vinni með höfuðáttirnar á landakorti, beri saman við staðhætti og ákveði höfuðáttirnar í umhverfinu
  • telji út hnit heilla talna á lárétta og lóðrétta talnalínu og teikni hluti inn í hnitakerfið, t.d. í sjóorustuleik
  • vinni með samhverfur, t.d. með því að skoða samhverfur í kviksjá með marglitum flísum
    fáist við sambærileg verkefni:
  • Þekja á gólfflöt með flísum. Flísarnar eru ferningslagaðar og fjórar flísar fylla 1 metra á lengd. Hve margar flísar þarf á gólfið?

Leiðir

  • Vinna í Viltu reyna
  • Vinna í Einingu
  • Þema landafræði
  • Spila sjóorustu
  • Þema tré

Námsmat

  • Símat úr Eingu 5

Tölfræði
og
líkindafræði

 

 

Markmið

  • geri rannsóknir á umhverfi sínu, telji, flokki, skrái og lesi úr niðurstöðum og setji upp í myndrit
  • geri rannsóknir á líkum, t.d. með því að draga kúlur upp úr poka með mislitum kúlum, skrá hvaða litur kemur upp og reyna að spá fyrir um hvað gerist næst. Hvað er hægt að vera alveg viss um? Fást sömu niðurstöður ef blöndunni í pokanum er breytt?

Leiðir

  • Leika með kúlur
  • Búa til súlurit