Þrepamarkmið í samfélagsfræði, 3. bekkur
Nemandi
Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi
- fái innsýn í fjölskyldulíf fyrir 1-2 mannsöldrum, t.d. með viðtölum við eldra fólk í eigin fjölskyldu, gömlum ljósmyndum, kvikmyndum og/eða öðrum heimildum
- geri sér ljóst að sérhvert mannlegt samfélag setur sér lög og reglur, að til eru landslög og alþjóðareglur
- kynnist því að börn búa við ólíkar efnahagslegar og félagslegar aðstæður í heiminum
- þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem á að tryggja öllum börnum ákveðin sameiginleg réttindi
Skóli og heimabyggð
- þekki til sögu skólahússins og nokkurra atriða í skólasögu heimabyggðar, t.d. hvernig skólahaldi var háttað í bænum, sveitinni eða hverfinu áður en skólinn var byggður og hvenær fyrsti skólinn var stofnaður
- kynnist og læri sögur tengdar örnefnum eða sögustöðum í heimabyggð
Land og þjóð
- skilji hlutverk þjóðsöngsins og þjóðhátíðardagsins í stórum dráttum
- kynnist áföngum á leið Íslands til sjálfstæðis
- þekki mikilvægar stjórnsýslustofnanir eins og Alþingi, forsetaembættið, stjórnarráð og hæstarétt
- fræðist um hlutverk og gildi Þingvalla í sögu og samtíð
- verði kunnugur nokkrum persónum í Íslandssögunni, t.d. Ingólfi Arnarsyni, Auði djúpúðgu, Snorra Sturlusyni og Jóni Sigurðssyni
- átti sig á tengslum framleiðslu og þjónustu með því að kynnast framleiðsluferli vöru frá framleiðanda til neytanda, t.d. mjólkur
- kynnist atvinnuvegum sem standa á gömlum grunni og kanni hvernig fjölbreytni í atvinnulífi hefur aukist á þessari öld
- kynnist mismunandi störfum fólks, t.d. með kynningu á störfum foreldra í bekknum
- átti sig í stórum dráttum á verðmætasköpun í þjóðfélaginu, inn- og útflutningi og hlutverki gjaldmiðils og peningastofnana
Heimsbyggð
- verði fróðari um vesturferðirnar fyrir og um 1900 og búsetu Íslendinga erlendis nú
- geti sagt frá frægum landkönnuðum eins og Eiríki rauða, Leifi Eiríkssyni og Kólumbusi
Tími
- geti raðað þekktum fyrirbærum í tímaröð, t.d. jörðin verður til, risaeðlur búa á jörðinni, fyrstu mennirnir setjast að á Íslandi, amma fæddist, ég fæddist o.s.frv.
- læri að teikna tímaás og raða nokkrum þáttum á hann, t.d. áföngum í eigin lífi
Rýni
- fái þjálfun í að flokka fyrirbæri, bera saman, tengja, leita orsaka og greina afleiðingar, t.d. eftir vettvangsathugun
- reyni kosti samvinnu, að margir afli upplýsinga og að mismunandi hæfileikar innan hópsins nýtist við að miðla upplýsingum (einn er góður að semja, annar að skrifa, teikna o.s.frv.)
- læri að greina á milli eigin reynslu og reynslu annarra, t.d. með því að bera saman frásögn sína og annars bekkjarfélaga af atburði eða upplifun
Innlifun og víðsýni
- fái að kynnast sögunni í gegnum viðtöl við eldra fólk eða með því að hlýða á frásagnir þess um liðna atburði
- fái að kynnast sögunni í gegnum ljósmyndir, kvikmyndir og með heimsókn á listasafn og/eða minjasafn
- geti sagt dæmi af mismunandi siðum og venjum í heiminum, t.d. í borðhaldi og hátíðahaldi, og öðlist virðingu fyrir menningu annarra þjóða
Túlkun og tjáning
- fái að tjá sig um frásagnir eða fréttir í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi
- þjálfist í að flytja mál sitt í heyranda hljóði og svara fyrirspurnum um efnið
- læri að hlusta á aðra og bera fram spurningar um efnið