Náttúrufræði
4 . bekkur
Korpuskóli
2005 - 2006

Þrepamarkmið 4

Nemandi
Úr eðlisvísindum

  • geri tilraunir með hvað verður um efni sem leyst hafa verið upp í vatni, s.s. salt, sykur og kaffi
  • geri tilraunir um áhrif mismunandi hitastigs á leysni, t.d. með því að setja sykur, salt eða tepoka í kalt vatn og heitt
  • geri tilraunir með hvað gerist með hluti af mismunandi lögun þegar þeir eru settir á vatn, s.s. kubba, báta, laufblöð
  • finni út hvaða lögun af leir flýtur best
  • þekki ölduhreyfingu og endurvarp út frá
  • athugunum úti í náttúrunni, í sundlaug og í fjöruferð
  • eigin tilraunum, t.d. í bakka í kennslustofunni
  • geri sér grein fyrir að hljóð myndast ekki nema hreyfing á hlutum eigi sér stað, t.d. með tilraun með að hleypa lofti úr blöðrum
  • vinni með ýmsa hljóðgjafa, s.s.
  • mannsröddina
  • ýmis ólík hljóðfæri
  • tónkvísl
  • fjalli um hvers vegna það er mikilvægt að spara orku og endurvinna hluti
  • geri sér grein fyrir hvernig við spörum orku með einangrun, s.s. lofti, sæng, úlpu, steinull, frauðplasti
  • Úr jarðvísindum
  • þekki muninn á sól og reikistjörnum
  • geri athuganir á útliti tunglsins í einn tunglmánuð
  • ræði um lífsskilyrði á öðrum plánetum og tunglinu, t.d. með því að bera saman myndir af þeim hliðum tunglsins sem snúa að og frá jörðu
  • ræði um geimferðir út frá
  • sögu tunglferða mannsins
  • mögulegri þróun
  • tækninotkun
  • beri saman landsvæði af mismunandi gerð og stærð með tilliti til
  • jarðvegs
  • gróðurs
  • möguleika til ræktunar
  • athugi efni sem ekki sundrast í náttúrunni og fjalli um afleiðingar þess og gildi endurvinnslu og endurnýtingar
  • skilji mikilvægi og taki þátt í landgræðslu
  • þekki tilvist og tilgang veðurtungla á sporbaug um jörðu
  • geti metið og borið saman niðurstöður hita-, vind- og úrkomumælinga
  • sínar eigin
  • frá öðrum, t.d. í gegnum tölvusamskipti við aðra skóla
  • þekki að grunnvatn rennur um sprungur í berglögum
  • þekki hvað er jarðhitasvæði
  • helstu einkenni
  • nýtingu hitans, t.d. hitaveitu, sundlaugar, jarðvarmaveitu Vestmannaeyja, Svartsengi
  • ræði um núverandi og mögulega nýtingu fallvatna

Úr lífvísindum

  • geri sér grein fyrir því hvaða breytingar í náttúrunni má tengja árstíðaskiptum og hvernig, t.d. snjókomu, vorkomu, vöxt plantna, lauffall
  • ræði hvað verður um laufblöð og dauðar lífverur í náttúrunni
  • athugi hvaða áhrif snjór hefur á gróður
  • geri sér grein fyrir að ýmis utanaðkomandi efni eru skaðleg líkamanum og geta borist á ólíka vegu
  • gegnum húð
  • með innöndun
  • með fæðu
  • ræði um ýmiss konar sjúkdóma og mögulegar
  • smitleiðir
  • varnir
  • lækningar
  • ræði hvernig ólíkar dýrategundir annast afkvæmi sín

Leiðir
Tilraunir
Þemaverkefni

Mat
Verkefni nemenda metin með umsögnum þar sem horft verður til samstarfs í hópavinnu og vinnubragða í verkefna vinnu.