Korpuskóli
4. bekkur
Veturinn 2001 - 2002

Íslenska - Ritun
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir

Ritun  
  1. Við skrifum í dagbók daglega.
  2. Við skrifum í skriftarbók í skólanum.
  3. Við skrifum í skriftarbók í heimanámi.
  4. Við skrifum ýmis verkefni t.d réttritunaræfingar, upplestraræfingar og fleira.
  5. Búa til sögur og ljóð.
  6. Verkefni sem við kynnum fyrir hvert öðru.
  7. Senda póstkort og tölvupóst.
  8. Vinna ritvinnslu-verkefni á tölvur.


Ritun

Tenging við námskrá

  • Ná góðum skriftarhraða
  • Geta skrifað tengda skrift eftir forskrift
  • Stafsetja rétt með fjölbreyttum verkefnum
  • Semja sögur og yrkja ljóð
  • Gera sér grein fyrir upphafi, miðju og endi í sögum
  • Geta lýst hlutum og athöfnum í rituðu máli.
  • Geta skráð eigin frásagnir
  • Þjálfast í að skrifa póstkort og sendibréf
  • Geta skráð framvindu og niðurstöður í verkefnum t.d. samfélags- og náttúrufræði.
  • Þjálfast í að gera úrdrætti.
  • Læra að greina aðalatriði í texta
  • Geta skrifað einfaldan texta eftir upplestri.
  • Þjálfast í að nota orðabækur við ritun
  • Kynnast ritvinnslu sem hjálpartæki og þjálfast í íslenska stafrófinu á lyklaborði.
  • Kynnast tölvu samskiptum
  • Læra að fara eftir stafsetningarreglum t.d. n- og nn-reglunni.
  • Reglunni um stóran staf og lítinn staf í sérnöfnum og samnöfnum.
  • Geta notað skriftagerðina sem honum er kennd í frjálsri ritun.
  • Einstaklingurinn leggi sig fram um að skrifa skýrt og greinilega og vandi allan frágang.
  • (Stuðst við námskrá í íslensku gefin út af Menntamálaráðuneytinu,1999, bls 40)

Markmið með því að kunna að skrifa:

Af hverju þurfum við að kunna skrifa?

  • Að geta skrifað skýrt og vel.
  • Að geta skrifað vel í ritvinnslu.
  • Að kunna réttritunarreglur.
  • Að geta skrifað texta.
  • Að geta sent bréf og tölvupóst.
  • Að geta skrifað sögur sem hafa upphaf, miðju og endi.

Leiðir:

  • Skrifa í dagbók daglega þar sem sagt er frá sjálfum sér, líðan sinni og hvað maður lærði í skólanum, af hverju maður hafi verið að læra það sem var verið að kenna í dag og til hvers.
  • Vinna í verkefnabækur og eftir upplestri
  • Búa til sögur
  • Búa til ljóð
  • Gera stutta úrdrætti og texta tengda samfélagsfræði, kristinfræði og náttúrufræði.
  • Vinna eyðufyllingaverkefni.
  • Skrifa með blýanti og nýta sér tölvur til að skrifa með.
  • Læra stafsetningarreglur.

Bækur:

  • Skinna og Skinna verkefnabók 1
  • Ritrún
  • Þristur
  • Málrækt1
  • Fjölritað efni
  • Orðaskyggnir.