Lífsleikni
4. bekkur
Korpuskóla

Björg Vigfúsína Kjartansdóttir

Hvað segir námskráin?

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll.

  • Sé fær um að túlka mismunandi tilfinningar
  • Virði leikreglur í hópleikjum
  • Geta bent á þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan nemandans
  • Sjái jafnrétti útfrá ýmsum sjónarhornum
  • Þjálfast í að tjá tilfinningar sínar og hugsanir
  • Geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða.
  • Geti komist til móts við þarfir sínar t.d miðað við klæðnað, hvíld og orkuþörf
  • Geti sett sér markmið að eigin frumkvæði, t.d. hvenær hann ætlar að ljúka heimanámi eða taka til.
  • Geti sett sig í spor annarra til að finna samkennd

Markmið

  • Að þekkja tilfinningar sínar
  • Að geta tjáð sig um tilfinningar sínar
  • Að geta skipulagt sig
  • Að geta sett sér markmið
  • Að geta átt samskipti við önnur börn
  • Að geta farið eftir reglum hópsins og samfélagsins
  • Að geta fundið til samkenndar
  • Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum

Leiðir

  • Ræða um tilfinningar í heimakrók
  • Skrifa um tilfinningar í dagbók
  • Fara í leiki
  • Vinna þemavinnu
  • Góður tími fyrir heimanám til að geta skipulagt þau sjálfur. Fá heimanám á föstudögum og skila því í síðastalagi á fimmtudögum.
  • Þema í kristinfræði
  • Verkefnabók Ég er það sem ég vel.
  • Leikni.is búa til land.

 

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning

  • Kunna umferðareglur og þekkja umferðamerki fyrir gangandi vegfarendur
  • Þekkja öruggustu leiðina í skólann og hvernig á að bera sig að við gangbrautir og götuljós
  • Læra að lesa leiðbeiningar og skilaboð af skiltum
  • Læra að afla sér upplýsinga um símanúmer
  • Þjálfast í að nota strætisvagna
  • Gera sér grein fyrir hættum á heimili sínu og í nágreninu.
  • Geta greint frá verslunum og þjónsutuaðilum í hverfinu.

Markmið

Af hverju að læra um samfélagið og umhverfið?

  • Til að vita hvaða leið er öruggust fyrir nemendann að fara yfir götur.
  • Til að geta nýtt sér skilaboð á skiltum, bókabílinn og almenningsvagnana.
  • Geta náð í símanúmer ef á þarf að halda
  • Geti nýtt sér þá þjónustu sem er í boði í hverfinu.

Leiðir

  • Fara í gönguferðir og nýta sér undirgöng og gangbrautir
  • Kynna sér strætisvagnaleiðir þegar verið er að fara í vettvangsferðir
  • Fara í vettvangsferðir með strætisvögnum
  • Í heimilisfræði verður farið í hættur á heimilum.
  • Nýta sér bókabílinn og pósthúsið.
  • Klára bók um umferðina frá því í fyrra.