2. bekkur

 

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Hér  á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir helstu námsgreinum  barnanna í vetur.

 

    Íslenska:

Lestur og vinnubækur valdar í samræmi við þroska og getu hvers og eins.  Fjölmargar lestrarbækur.  Unnið verður með valin ljóð, þau lærð, sungin og skrifuð í vinnubók.  Einnig munum við vinna við ljóðagerð þ.e. nemendur semji ljóð og vinna með það.

Í skrift veður lögð áhersla á að nemendur þjálfist í réttri stafagerð og vönduðum vinnubrögðum.

Námsgögn vetrarins verða m.a. Ás, tvistur, Pínulitla Ritrún, leikur að orðum, lesum og lærum, skrift 2.

Kennari Björg

 

Stærðfræði:

Helstu námsþættir  í stærðfræði eru m.a. náttúrulegar tölur, þrautalausnir, flokkun, samlanging, frádráttur, margföldun, nælingar,

formskoðun, rúmmál og skráning upplýsinga. Einnig raðtölur, eining, tugur, lausnarmengi, rúmfræði, töflur og tíminn.

Námsgögn: Eining 3 og 4 , Vasareiknir 1,tíu tuttugu, tölvuforrit, ýmis verkefni og  önnur hjálpargögn.

Kennari Björg

 

Náttúrufræði:

Helstu námsþættir í náttúrfræði eru árstíðir, veðurfar, vatnið, lífverur, loft, hollusta og umhverfið.

Námsgögn: Ýmiskonar verkefni, bækur, myndbönd og áhöld.

Kennari Björg

 

Samfélagsfræði:

Helstu námsþættir eru , félagslegt umhverfi og heimabyggð, land og þjóð, nýbúar, siðir og venjur.

Námsgögn: Ýmis verkefni og bækur.

Kennari Björg

 

Kristinfræði:

Námsþættir vetrarins eru sögurnar sem Jesús lærði, jólin nálgast, Jesús og fólkið, kirkja og ýmsir söngvar.

Námsgögn: Regnboginn

Kennari Björg

 

Markmiðið með tölvukennslu í 2. bekk er m.a.

 

Nemendur vinna verkefni í forritunum t.d. Ritfinni (fingrasetning), Word (ritvinnsla), Storybook (myndasöguforrit).

Kennari Björg

 

Heimavinna.

Í vetur verður eina heimavinnan að lesa daglega í lestrarbókum.

(Gæti verið einstaka verkefni sent heim)
Lestrarbók og kvittunarblað þarf að vera í töskunni daglega.

 

 

Íþróttir

 

 

 

Smíði