Íslenska
6 ára
2010 - 2011

 

Meginmarkmið er að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til málsins og nái góðu valdi á því. Þeir þurfa að fá tækifæri til að kynnast áhrifamætti þess og margbreytileika. Miklu skiptir að nemendur átti sig á hve mikilvæg íslenskan r fyrir hugsun þeirra, sjálfsmynd og framtíð í námi og starfi.
Markmiðunum er skipt í fjóra flokka.

1. Talað mál og hlustun
Nemendur
o hafa lesið, leikið eða sungið texta af ýmsum gerðum
o geta endursagt ýmiss konar texta eða frásagnir
o vera fær um að tjá sig frammi fyrir hópi og standa fyrir máli sínu
o geta sagt frá eftirminnilegum atburðum
o hafa tileinkað sér þær reglur sem gilda í samræðum
o geta fylgt fyrirmælum
o hafa hlustað á upplestur, sögur, leikrit og ljóð
o hafa horft á leikþætti og söngatriði á sviði eða af myndbandi
o þekkja fróðleik, svo sem þulur og þjóðsögur


2. Lestur og bókmenntir
nemendur
o geta lesið sér til gagns og gamans, hátt og í hljóði
o þekkja hugtökin söguþráð, sögupersónur og boðskap
o þekkja nokkur hugtök í bragfræði svo sem kvæði, þulu, vísu,
o kunna nokkur ljóð og hafa flutt þau fyrir aðra

3. Ritun
o geta skrifað skýrt og læsilega
o þekkja einfaldar stafsetningarreglur, svo sem um stóran staf á eftir punkti og í sérnöfnum
o þegar tækifæri gefst þá ræða um reglur um sérhljóð á undan ng og nk
o hafa tjáð hugmyndir sínar og reynslu
o þekkja grunnþætti í byggingu texta, inngang, meginmál og niðurlag

4. Málfræði
o hafa öðlast jákvætt viðhorf til móðurmálsins með því að leika sér með það og nota tungumálið á margvíslegan hátt
o þekkja helstu einingar tungumálsins, bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein
o þekkja mun á sérhljóðum og samhljóðum
o kunna að ríma og hafa öðlast tilfinningu fyrir hrynjandi orða
o þekkja hugtökin samheiti og andheiti


Leiðir

  • Unnið samhliða með bókstaf, hljóð, ritun og sérhljóði eða samhljóði
  • Verkefnabækur eins og Listin að lesa og skrifa 1-4 og orðbókin mín
  • Ýmis ljósrit og verkefni
  • Læra ýmsa söngva, þulur og vísur
  • Skriftarbók 1
  • Horfa á leiksýningar og taka þátt í ýmsum viðburðum t.d. bekkjarkvöld
  • Lesa léttlestrarbækur
  • Hlusta á sögur sem kennarinn les eða cd diska
  • Fara í mismunandi leiki sem örva málnotkun

Mat

  • Stafakönnun að hausti og vori
  • Könun Læsi í nóvember, febrúar og apríl
  • Hraðlestrapróf í janúar og maí. Viðmiðið er að nemandi hafi náð 100 atkv á mínútu að vori