Íslenskukennsla í Ísaksskóla

9 ára
(10 stundir á viku)


Lestur


Heimalestur
Aukalestur
Hlustun
Leshópar
Lestrarvinir
Lesskilningsverkefni
Kjörbók
Áhersla á leiklestur / blæbrigðaríkur lestur
Viðmið: 240 atkv. á mínútu.
• Unnið með ýmsar lestrarbækur með vinnubókum s.s. Litlu landnemarnir, Lukkudýrið og Sögusteinn. Heimalestur úr sameiginlegri lestrarbók og lögð áhersla á aukalestur við hæfi hvers og eins. Inni í bekk skiptast nemendur á að lesa heimalestur upphátt og fylgjast með. Einnig er rætt um textann og unnið með efni hans á margvíslegan hátt til þess að efla lesskilning. Nemendur gera t.d. útdrátt úr lesköflum, búa til spurningar úr lesefninu og svara í heilum setningum.
Lögð er áhersla á skýran lestur, leiklestur og blæbrigðaríkan lestur. Samhliða lestrarbók er send heim réttritunarbók sem nemendur skrifa í eina til þrjár setningar úr texta.
• Nemendur velja kjörbók og vinna saman í lestrarhópum. Í hverjum hóp skiptast nemendur á að lesa úr bókinni fyrir hvert annað. Þegar bókin er búin gera nemendur skriflega samantekt á efni hennar sem þeir kynna fyrir samnemendum sínum.
• Nemendur læra nýja söngtexta í hverri viku. Söngurinn styður vel við lestrarnám barnanna, eykur málskilning þeirra og orðaforða.
• Nemendur hlusta á fjölbreytta bókmenntatexta sem hæfa aldri þeirra og þroska.
Framsögn og tjáning
Söngur
Umræður tengdar daglegu lífi
Bekkjarskemmtanir
Leikræn tjáning
Bókakynningar
Ræðumennska / púlt
• Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að tjá sig um upplifanir úr daglegu lífi og læri að taka þátt í umræðum.
• Nemendur eru með bókakynningu fyrir samnemendur sína.
• Nemendur koma fram á bekkjarskemmtun einu sinni á hvorri önn.
• Nemendur fá þjálfun í að tala úr ræðupúlti.
Skrift
Tengiskrift
Skriftarhalli
Skipulögð vinnubrögð og vandvirkni
Einkunn gefin í tölustöfum
• Unnið áfram með tengiskrift, rétta stafdrætti og skriftarhalla. Áhersla á skipulögð vinnubrögð og vandvirkni.
• Kennsluefni: Skrift 4
• Námsmat: Símat og leiðsagnarmat. Kennari skrifar reglulega umsögn í skriftarbók og leggur fyrir skriftarpróf að vori.
• Einkunn er gefin í heilum og hálfum tölustöfum. Ekki er gefið lægra en 7.
Stafsetning og málfræði
Stór stafur / lítill stafur
Tvöfaldur samhljóði
-ng og –nk regla
-n eða –nn regla
y og ý
Orðflokkar: Nafnorð, sagnorð, lýsingarorð
Fallbeyging
Stafrófsröð

• Unnið með ýmislegt námsefni s.s. Skinna – námsbók í móðurmáli og Skinna – verkefnabók 1 og 2. Lestur og stafsetning 2 (mappa í ljósritunarherbergi) og stafsetning – kennslubók fyrir heimili og skóla. Haldið áfram að vinna með þær stafsetningarreglur sem lagðar voru inn í 8 ára bekk.
Ritun
Réttritunarbók
Sögugerð
Áhersla á persónusköpun
Leikritagerð
Fjölbreytt ritunarverkefni
Vinabók / minningabók
• Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu texta; upphaf, miðju og endi og að svara í heilum setningum. Nemendur vinna fjölbreytt ritunarverkefni heima og í skóla. Kennari leiðbeinir og gefur umsögn fyrir ritunarverkefni.
Skimanir og kannanir Samræmd próf
Raddlestrarpróf
Læsi og lesskimun fyrir 4. bekk
Aston Index stafsetningarpróf fyrir 4. og 5. bekk.
• Námsmat:
Samræmd próf eru lögð fyrir í september.
Læsi og lesskimun fyrir 4. bekk er lagt fyrir í nóvember og apríl.
Raddlestrarpróf eru lögð fyrir í október,janúar/ febrúar og maí.
Einkunn er gefin í tölustöfum að vori. Hæst er gefið 9+. 240 atkvæði að vori þykir mjög gott í 9 ára bekk.
? Aston Index stafsetning stakra orða er lagt fyrir að hausti.
? Kennari leggur fyrir stafsetningarpróf að vori úr námsefni vetrarins. Einkunn er gefin í tölustöfum.