Árstíðirnar og
tíminn |
Haustið
Umræður
Náttúrubreytingar.
· Hvað breytist í náttúrunni á
haustin? · Hvernig breytist veðrið? · Hvernig verður rigningin til?
· Af hverju rignir? · Hvað er hægt að tína á haustin? · Hvaða
gagn gera laufblöðin á jörðinni? · Hvað gerir maður úti í garði á
haustin? · Af hverju falla laufblöðin af
trjánum?
|
Veturinn Umræður
· Hvernig lítur náttúran út á
veturna ? · Af hverju snjóar ? · Hvað er ís ? · Hvernig lítur
snjókorn út ? · Hvað er hægt að gera þegar vötnin eru frosin? · Af
hverju verða fötin okkar blaut í snjó? · Hvar og hvernig notum við
skíði, þotur, skauta? · Hvað er hættulegt á veturna ? · Hvernig er
umferðin á veturna ?
|
Vorið
Umræður
Veðrið og blómin
· Hvernig breytist
veðrið á vorin? · Hvað skeður í náttúrunni á vorin? · Hvað skeður í
jörðinni á vorin? · Hvað gerum við úti í garði á vorin? · Hvaða
leiki getur maður leikið sér í á vorin? · Hvar vaxa Blómin? · Hvaðan
fá blómin næringu? · Hvað skeður þegar við slítum blómin upp. ·
Hvernig blóm sjáum við á vorin? · Hvernig líta blómin út - litir, form,
stærð. |
Sumarið Umræður Fuglar
· Hvaða fuglar koma til
Íslands? · Hvaða fuglar eru á Íslandi allt árið? · Hvaða litir form
og stærð eru á fuglunum? · Hvenær fara fuglarnir aftur? · Hvar gera
fuglarnir hreiður? · Má hreyfa hreiður og eggin · Hverjir borða
fuglana og hvaða fugla?
|
Siggi var úti með ærnar í
haga
Siggi var úti með ærnar í haga, allar
hann hafði þær suður í mó. Smeykur um holtin var hann að vaga, vissi
hann að lágfóta dældirnar smó. Ga,ga,ga, kvað tófan við
grjóti. Gráum augunum trúi ég hann gjóti. Aumingja Siggi, hann ei
þorir heim.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili
Haust
Allt fram streymir endalaust, ár og dagar
líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Kristján
Jónsson
|
Syngja Þegar Lalli fór
langt út á tjörn |
Syngja: Vor
Lóan er komin.
Lóan er komin
að kveða burt snjóinn að kveða burt leiðindi, það getur hún. Hún
hefur sagt mér að senn komi spóinn Sólskin í dali og blómstur í
tún. Hún hefur sagt mér til syndanna minna, Ég sofi of mikið og
vinni ekki hót. Hún hefur sagt mér að vaka og vinna vonglaður taki
ég nú sumrinu mót.
|
vindar glaðir
Vorvindar glaðir, glettnir og
hraðir, geysast um lundinn rétt eins og börn. Lækirnir
skoppa, hjala og hoppa, hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn. Hjartað
mitt litla, hlustaðu á; hóar nú smalinn brúninni frá. Fossbúinn
kveður, kætir og gleður, frjálst er í fjallasal.
Helgi Valtýsson |
-
Búa til
hring sem er skipt í fjóra parta, teikna hverja árstíð fyrir sig í
hvern reit.
- Búa til
hring sem er skipt í tólf parta, skrifa mánuðina, dagsettningu, (
teikna táknræna mynd fyrir hvern mánuð) oglita hvern árstíma með
ákveðnum lit.
- Búa til hring sem skiptist í 31 part,
skrifa inn daga og mánaðartölu.
- Búa til hring sem er skipt í sjö parta,
skrifa inn vikudagana, lita helgidagana t.d. rauða og virkudagana t.d.
bláa
- Verkefn - spurningar.htm
og spurningar.doc
- líma spurningar inn í hringinn þannig að þær verði hluti af
bókinni.
- Búa til forsíðu - Bókin mín um
árstíðirnar og tímann.
- Setja þetta saman með splitti eða á annan
hátt til að úr verði bók - vinna með bókina áfram í tengslum við
tímann.
|
Lesa:
|
Tíminn og klukkur
Vinna í Einingu 2 bls 34 og 35
Umræður
· Hvernig gat/getur sólinn sagt til um
tímann? · Hvað er ein mínúta? · Hvað eru tíu mínútur? · Hvað er
hálftími margar mínútur? · Hvað er klukkutími margar mínútur? · Hvað
eru margar klukkustundir í sólarhringnum? · Hvað ákveður tímann? ·
Af hverju er tíminn stundum fljótur að líða og stundum fljótur? ·
Hvernig var tíminn mældur áður fyrr? · Hvernig er tíminn mældur í
dag? · Hvernig vissi fólk í gamla daga hvað klukkan var? · Hvernig
vitum við hvað klukkan er? · Af hverju eru dagur og nótt? ·
Hversvegna sofum við á nóttunni? · Sofa einhverjir á daginn, af
hverju? · Hvað gerum við yfir heilann dag? · Hvernig gat tunglið
sagt til um tímann? · Geta stjörnurnar sagt til um tímann? · Hvað
eru árstíðir? · Í hvað marga hluta skiptast árstíðirnar? · Hvað
heita árstíðirnar? · Hvernig sjáum við ólíkar árstíðir? · Er munur á
árstíðum í öllum löndum? · Hvað er almanak? · Til hvers notum við
klukkur? · Hvernig klukkur eru til? · Hvað heita ólíkir hlutar á
klukkum?
Söngvar
· Janúar, febrúar, mars, · Meistari
Jakop · Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
Leikræn tjáning
· Vera klukkur, ganga í takt við klukku,
segja tikk, takk. Spinna. · Vera klukkur sem eru trektar upp,
leiðbeinandinn slær á hljóðfæri t.d fjögurslög og þá breytist klukkan í
fjögur og svo framvegis. |
Vikudagarnir
Sunnudagur til sigurs, mánudagur til
mæðu, þriðjudagur til þrautar, miðvikudagur til
moldar, fimmtudagur til frama, föstudagur til fjár, laugardagur
til lukku. |
Mánuðirnir
Ap, jún, sept, nóv, þrjátíu´
er, einn til hinir taka sér; febrúar tvenna fjórtán ber, frekar
einn, þá hlaupár er. |
Verkefni
- Búa til hring
sem er klukka með vísum
- Búa til hring sem er skipt í 24
parta og tákna klukkutímana í sólahringnum, lita mismunandi liti
eftir því hvort það er morgun, hádegi, eftirmiðdagur, kvöldmatartími
eða kvöld.
- Búa til hring sem er skipt í 6o parta og
tákna mínúturnar í í klukkustundinni.
- Verkefni með spurningum um tímann
(.doc)
- Setja verkefnin í bókina um
árstíðina.
|