Korpuskóli
1. bekkur 2002-2003
Náttúrufræði
Vatn

Mánudagur
Stafa-innlögn V,v

Sagan um Litlu ljót
Búa til V,v með vatnslitum.
Hlusta á tónlist á meðan.


Umræður/kveikja
Til hvers notum við vatn?
Þvo, drekka, synda, vökva, sjóða mat í o. s.frv.
Hvað er vatn?
Er lygt af því?
Hvernig heyrist í vatni?
Lifa dýr í vatni?

Gera tilraun með vatn í glærri skál á myndvarpanum.
Setja út í vatnið matarolíu, blek eða matarliti, hræra í því og sjá hreyfinguna og myndirnar á töflunni.
Uppgufun:
setja 2 krukkur með janf miklu vatni í á ofninn; önnur er með loki. Bera saman uppgufun í krukkunum.

Geisladiskar.

Á meðan verið er að vinna með V,v þá er leikin tónlist með vatnshljóði eða sjávarhljóði t.d af disknum nature (Happy Baby) og whale...

 

Þriðjudagur
Samþætting á stærðfræði, íslensku og náttúrufræði þar sem unnið er með tilraunum.
Setja upp 6 stöðvar

Á kennaraborðinu verða 3 glös með einium klaka hvert. Annað eins verður á ofninum í öllum glösunum verður líka 1 dl af vatni. Einn klakinn rauður annar verður blár og þriðji grænn. Við fylgjumst með þeim bráðna og blandast við vatnið. Við athugum hvort ísinn verður fljótari að bráðna á kennaraborðinu eða á ofninum.

Stöðvar

  1. Búa til báta úr pappír til að láta fljóta.
  2. Skoða hvort hlutir fljóta eða sökkva. (Efni; Bali, vatn, korktappi, plasttappi, köngull, lykill, álpappír, svampur,bómull og fjöður) Skrá á blað hvaða efni sekkur og hvað sekkur ekki.
    Umræður
    hvað flaut, hvað sökk, úr hvaða efni er hluturinn?
    Eru þeir þungir eða léttir?
  3. Skoða hvernig ólíkur pappír dregur mismundandi mikið af vatni í sig. (Efni; Bali, vatn, eldhúspappír, dagblað, ljósritunarpappír, glanstímaritapappír, álpappír, snæri, klemmur, matarlitur eða blek). Skrá á blað hvaða pappírdrekkur mikið vatn og hvaða pappír ekki.( Líma efnisbita og skirfa síðan mikið, lítið, ekkert).
  4. Ílát af mismunandi stærð og lögun. Nemendur raða ílátunum upp eftir því hvað þeir halda að rúmi mest. Það sem tekur mest kemur fyrst og svo framvegis.
    Mæla hvort tvö ílát taki jafn mikið af vatni, ílát sem er mjótt og hátt eða lágt og breytt. (Efni; Bali, vatn, jógurtdósir og önnur plastílát, stútar af plastflöskum, plastflöskur)
  5. Hvaða efni blandast alveg vatninu og verða samlit, salt, sykur, kakó og hveiti. Er munur á heitu vatni eða köldu?
  6. Marmorering með þekjulitum. (Fat, vatn, þekjulitir, pappír)


    Vettvangsferð; fara að Korpu og skoða vatnið, hlusta á það og jafnvel taka sýni.