Samfélagsfræði - Umferðin


Myndi

Markmið að nemandinn:
*Viti hvernig hann á að hegða sér í umferðinni
*Þekki gangbrautarmerki
*Viti af hættum í umferðinni
*Viti hvert gildi endurskinsmerkja er

Leiðir
*Þemaverkefni um umferðina
*Fá lögregluna í heimsókn
*Vettvangsferð

Bækur
* Skólabókin mín

Mat

*Samskipti
*Verklagni

Verkefni 1
Umræður við nemendur í heimakrók.

· Umferðarljós - merki
· Hvað eru umferðarmerki?
· Hvar eru umferðarmerki ?
· Hvaða umferðarmerki eru á gatnamótum?
· Hvað þýða litirnir á umferðarljósunum?
· Í hvaða röð eru litirnir?
· Hvernig lítur umferðarmerki fyrir gangandi vegfarendur út?
· Hvað þíða kallarnir ?
· Hvað segir græni karlinn okkur í umferðarljósinu?
· Hvar eru merkin með græna karlinum?
· Hvað þýðir grænikallinn?
· Hvað þýðir píphljóðið í umferðarljósinu?
· Hvernig eru gangbrautarstrikin á götunni á litin?
· Hvenær megum við ganga yfir gangbrautina?
· Hvað gerum við áður en við förum yfir götuna?
· Hvar fer maður yfir götuna ef engin gangbraut er?
· Af hverju er erfitt fyrir bíla að stoppa þegar snjór er á götunum?
· Hvar förum við yfir götu á veturna þegar hvítu strikin sjást ekki?

Verkefni 1 a
Skipta nemendum í fjóra 3 manna hópa sem búa til:
*Götuljós
*Búa til gangbraut
*Búa til bíl úr pappa
*Búa til lögguhatt

Fara í bílaleik með þessa hluti næstu daga


Verkefni
2
· Af hverju má ekki renna sér á snjóþotu nálægt götunni?
· Heyrir maður í bílunum jafnvel á veturna og á sumrin?
· Hvar má leika sér ?
· Bílar í bílastæðum - strætó á biðstöðvum
· Hvar gengur maður á gangstéttinni?
· Hvar göngum við á götu án gangstéttar?
· Hvar rennum við okkur á snjóþotum?
· Af hverju fer maður ekki yfir götuna á meðan strætó er stopp á biðstöðinni?
· Af hverju förum við ekki yfir götuna milli kyrrstæðabíla?

Verkefni 2 a

Lesa bókina um Siggu og skessuna


Verkefni 2 b

Vinna í skólabók bls. 10 - Leiðin í skólann

Fara í bílaleik

Verkefni 3
· Hve margir eru með endurskinsmerki á fötunum sínum?
· Af hverju notum við endurskinsmerki?
· Hvar eiga endurskinsmerkin að vera á fötunum?
· Hvers vegna eiga endurskinsmerkin að vera þar?
· Hvenær sjást endurskinsmerkin?


Verkefni 3 a
Gera tilraun með endurskinsmerki og vasaljós

Verkefni 3 b

Lesa um Egil og Garp í umferðinni

Verkefni 4

Fara í vettvangsferð - æfa okkur að fara yfir götu


Verkefni 5

Fá lögregluna í heimsókn