Hringrásir

Kennsluáætlun
Bókagerð

Verkefni 1
Lesa upp "leikrænt" bls. 2-3 í Komdu og skoðaðu Hringrásir - jörðin og lífið
Hjálpargögn: Hnattlíkan, plöntu, ávöxt, stein. þ.e. eitthvað sem hefur verið lifandi, er lifandi og hefur aldrei verið lifandi. Sjá kennsluleiðbeiningar bls. 3 og kaflana Lifandi jörð og 50 ára afmælið
Búa til bók sem er í hring setja saman tvö A3 blöð sem eru brotin saman í A4 bstærð. Strika stóran hring og klippa passa að hafa brún fyrir splitti. Forsíðurnar verða síðan búnar til úr endurunnum pappír sem við búum til síðar.
Skrifa efnisyfirlit

Verkefni 2
Lesa upp "leikrænt" bls. 6-7 í Komdu og skoðaðu Hringrásir - ber
Hjálpargögn: ber eða ávöxt með fræi í.
Lesa söguna um Guðmund góða undir linknum Ævintýri og sögur
Teikna myndir líkt og í bókinni þ.e. Plöntu í blóma með flugum, berjalyng, fugl að borða ber og fugla að drita. Klippa út og líma inn í hringrásabókina sína.
Teikna örvar á litaðan pappír, klippa út og líma í bókina.

Fara í berjaferð
Tína ber og hrútaberjalyng til að vinna með síðar í tengslum við heimilisfræði og myndlist

Samvinna við heimilisfræðikennarann
Búa til krækiberjasultu og baka vöfflur

Ljóð
Skrifa í ljóðabókina ljóðið, Á berjamó og myndskreyta

Teikna mynd með berjum

Samvinna við myndlistakennarann
Lita ullargarn með hrútaberjalyngi

 

Verkefni 3
Lesa upp "leikrænt" bls. 22-23 og 24 í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Endurvinnsla
Hjálpargögn: plastpoka, plastflösku, áldós, glerflösku eða krús, pappír, ávaxtabörk, kaffikorg og efnisbút
Sjá kennsluleiðbeiningar bls. 13
Vinna bls. 2 í hringrásabókina. Skipta síðunni í tvennt annarsvegar um trefjar sem verða að fatanaði og hins vegar pappírs vinnsla.
Trefjarnar verða nokkrir þræðir af tvinna, efni sem er klippt eins og fatnaður.
Í pappírsvinnsluna verður trjágrein eða strá, tímaritapappír, dagblaðapappír og mjölkurhyrna. Tættur pappír og að lokum endurunninn pappír.

Samvinna við heimilisfræðikennarann
Vettvangsferð í Sorpu

Samvinna við myndlistakennarann
Búa til endurunninn pappír
Fara yfir sögu pappírsins

Pappírsgerð

Saga pappírsins

Verkefni 4
Lesa upp "leikrænt" bls. 4 - 5 í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Vatn kennsluleiðb bls. 4

Hjálpargögn : Vatn
Teikna myndir á blað og klippa út svipað á er á myndunum í bókinni Komdu og skoðaðu

Verkefni 5
Lesa upp "leikrænt" bls. 10 - 11 í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Frumefnin kennlusleiðbeiningar bls. 7-8
Hjálpargögn: Sameindarkubbar, vatnsglas, fiskabúr, vatnsplanta, matarsóti, ljós og vatn verkefnið Sjáum súrfenið Skoða að nýta verkefnið blettir á blöðum
Teikna mynd svipað og er í bókinni Komdu og skoðaðu
Búa til tákn vatns úr vattkúlum svörtum og hvítum

Verkefni 6
Lesa upp "leikrænt" bls. 8 - 9 í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Grænukornin
Hjálpargögn: Græn planta, vatn, loft í glærum poka eða glerkrús.
Vinna stærðfræði verkefni

Verkefni 7
Lesa upp "leikrænt" bls. 12- 13í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Sundrendur bls. 8
Hjálpargögn: fölnað laufblað, mold
Fara í leikinn hvað á heima hvar

Verkefni 8
Lesa upp "leikrænt" bls. 14- 15
í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Fæðan Kennsluleiðbeiningar bls. 9

Verkefni 9
Lesa upp "leikrænt" bls. 18- 21
í Komdu og skoðaðu Hringrásir - Orkan og hringrásir Kennsluleiðbeiningar bls. 11
Hjálpargögn: vasareikni sem gengur fyrir sólarorku
Sjálfbær þróun leiðbeiningar

Verkefni 10
Lesa upp "leikrænt" bls. 16- 17
í bókinni Komdu og skoðaðu Hringrásir Sól og rafmagn kennsluleiðb. bls. 10
Hjálpargögn: Lampi,

Vettvangsferð - Ljósafossvirkjun


Markmið
Að nemendur verði meðvitaðir um mikilvægi góðrar umgengni í sínu nánasta umhverfi og í samskiptum við náttúruna. Og að umgengni okkar í dag skiptir miklu máli í framtíðinni.
Að skynja að hægt er að endurvinna hluti sem við hendum í ruslið og að velta fyrir sér hvað við hendum frá okkur og hvar.
Athugi efni sem ekki sundrast í náttúrunni og fjalli um afleiðingar þess og gildi endurvinnslu og endurnýtingar
Að vera meðvitaður um að eiturefni geti borist í líkama eða náttúruna og skaðað
Þekki að grunnvatn rennur um sprungur í berglögum

Leiðir
Fjalla um mikilvægi endurvinnslu.
Fræðast um sorp og hvernig Sorpa endurvinnur.
Að nota efni sem til fellur í verkefni og endurvinna það sem við getum, til dæmis glerkrúsir og pappír
Fjalla um spilliefni

Þurrka plöntur og vinna með þær í ýmsum verkefnum
Fara og skynja - upplifa náttúruna t.d. með því að fara í fjallgöngu á Úlfarsfell (týna plöntur), berjaferð, og fjöruferð.
Skapa með efnivið úr náttúrunni t.d. steinum, plöntum og berjum.
Horfa á myndband úr verkefnakassanum Sorpið okkar.

Mat

Vinnubók


Bækur

Komdu og skoðuð - Hringrásir


Vettvangsferðir

Berjaferð í Þormóðsdal við Hafravatn
Úlfarsfell
Ferð í sorpu
Ljósafossvirkjun