Vefleiðangur
landafræði
5. bekkur
eftir
Björgu Vigfúsínu Kjartansdóttur

 

Kynning | Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

Myndir úr þemavinnu

Kynning

Nú eruð þið bekkjarfélagarnir að leggja af stað í hringferð um Ísland. Þið leggið af stað frá Kópavogi. Í fyrstu ætlið þið að skoða stór - Reykjavíkursvæðið.
Hvað er að ykkar mati markverðast þar?
Nærst leggið þið af stað á Vesturland og Vestfirði. Þaðan farið þið til norðurlands og allan hringinn kringum landið. Áður en þið skoðið suðausturland ætlið þið að fara í óbyggðirnar og klárið síðan hringinn og komið aftur til Reykjavíkur.


 


efst á síðu

 

 

 
Verkefni

Verkefnið skipstist í 6. hluta.

Fyrst þarf að lesa um alla landshlutana, svara spurningum og teikna áhugaverða staði inn á kort af landshlutanum. (Samfélagsfræði)

Búa til Ísland í þrívíddarverkefni. (Myndsköpun)

Taka saman texta um það sem nemendum finnst markverðast um hvern stað fyrir sig. ( Íslenska )

Setja myndir og textann á skólatorgið (Upplýsingatækni)

Útsetja eða æfa söng fyrir ferðalagið. (Tónlist og ljóð )

Útbúa sýningu og flytja verkefnið fyrir bekkjarfélaga og síðar á foreldraskemmtun. (Framsögn - lífsleikni)


 

 

efst á síðu

 

 

 

Bjargir

Bókin Landshorna á milli. Verkefnablöð og kort sem fylgja þeirri bók.

Á Íslandsvefnum eru margar upplýsingar og fallegar myndir af landinu okkar. Þið skuluð kíkja á þennan vef og finna það sem á við þann landshluta sem að þinn hópur tekur fyrir

 

Á vef Reykjavíkurborgar er að finna upplýsingar um starfsemi í höfuðborginni og margt annað. Þið skuluð kíkja á þenna vef til að athuga hvort þið getið nýtt ykkur eitthvað í verkefnið

Landafræði - Ábendingar á ýmsa staði

Ljósmyndir af Íslandi

Ljósmyndavefur Morgunblaðsins

 

efst á síðu

 

Ferli

Við byrjum á að skoða Ísland á landakorti.

Við lesum bókina Landshorna á milli heima. Svörum spurningum í hópum í skólanum, (hóparnir eru eins og við sitjum) og við merkjum inn á kort.
Þegar bókin er búin skiptum við bekknum í 5. hópa með 4 nemendum hver. (Draga saman í hópa eða val eftir áhuga)

Hópur 1. skoðar Stór- Reykjavíkursvæðið.

Hópur 2. skoðar Vesturland og Vestfirði.
Hópur 3. skoðar Norðurland vestra og eystar.
Hópur 4. skoðar Austurland og óbygðirnar.
Hópur 5. skoðar Suðausturland og Suðvesturland.

a. Hver hópur tekur saman texta með því sem þeim finnst markverðast um þann landshluta sem hópurinn tekur fyrir. Setur síðan textan inn á tölvu.
Það sem þarf að koma fram er:
Bæir, ár, fjöll, atvinna og annað sem ykkur finnst markevert um staðina. En ekki lengra en A4 blað. Setja textana á Karton og skreyta kartonið eða klippa inn myndir sem sóttar hafa verið á netið.

b. Hver hópur býr til sína landshluta í þrívídd á stóra plötu síðan eru öll spjöldin tengd saman.

Efni í þetta verkefni er:
Sandur, veggfóðurs-lím, steinleir, hænsnanet, þekjulitir, tréspjald, gips, dagblöð, steinar, silki, pappír, kreppappír, ullarkembur, trjágreinar,

Áhöld:
Myndvarpi, glærur, glærutúss, penslar, jógúrt-bakkar

c. Athuga hvort hægt sé að semja lag eða útsetja texta með tónlistakennaranum um ferðalagið eða Ísland, æfa það síðan af og til í hópa starfinu. (Eða finna söng - söngva sem hægt er að syngja á leiðinni).

d. Setja verkefnið á skólatorgið. Textann og myndir af verkefnunum.

e. Setja upp sýningu með þrívíddarmyndinni af Íslandi og bjóða foreldrum á sýningu og fyrirlestur um landið.

 

 

 


efst á síðu

 

Mat

Verkefnavinna verður metin 70 %

1. Einstaklingurinn fyllir út matsblað fyrir hópinn sem kennarinn notar til mats.

2. Prófið gildir 30 % .
10 - 15 spurningar úr þeim spurningum sem þið hafið þegar svarað í fyrsta lið þessa verkefnis.

 

 


efst á síðu

 

Niðurstaða

Þegar þessu verkefni er lokið ættir þú nemandi góður að þekkja landið þitt betur. Ég vona að þú hafir haft ánægju af að taka þátt í þessu verkefni og að það nýtist þér.
Hvaða stað langar þig mest til að fara að heimsækja eftir að við höfum ferðast saman um landið í bókinni?

 


efst á síðu

 
Seinast uppfært 1.11 2005