Þemavinna
Landnám Íslands
5.bekkur

Björg Vigfúsína Kjartansdóttir

 

Verkefni 1        

Verkefni 2
Verkefni 3

Verkefni 4  


Við ætlum að fara í þemavinnu og vinna með landnám Íslands
· Nú skulum við fara í "brainstorming" eða hugflæði um hvaða verkefni við viljum taka fyrir um landám Íslands
· Nemendur velja sér verkefni sem þeir vilja vinna að og ákveðið hefur verið að taka fyrir.Verkefni 1

Hópurinn les um viðfangsefnið , tekur saman texta hálfa til ein blaðsíðu af því sem þeim finnst mikilvægast að komi fram. Hópurinn velur síðan hvort hann setur textann inn í tölvu og prentar hann út eða skrifar hann niður á blað.


Verkfni 2

Að búa til verkefni í þrívídd.
Vopn: verða úr, pappír álpappír, giltar og silfraðar folio þynnur, leir, vír, steinar.
Teikna eða búa til úr leir vopn. Einnig að klippa úr álfoli pappírnum.
Húsbúnaður: úr leir.
Skip: Úr maskínu pappír, byggingaplasti, garni, rör eða grillpinni og blómavír, efni í segl. Teikna frjálst skipin og fylla þau með pappír eða byggingaplasti (jógúrtbökkum). Mála það með maskínupappír.
Fjölskyldur, fatnaður, skart : Pappi, tuskur, garn, snæri, blómavír, lím. Gera fólk úr leir og klæða með efni eða teikna fólk, dýr á pappír og líma á þau efni, ullar kembur.
Dýr: Ullar kembur, pappír, litir, lím, leir.
Búa til dýr úr tvöföldum pappír til að dýrið geti staðið frjálst, lita eða líma á pappírinn efni.
Landnámsbær: Leir, tréspjald. Hlaða upp bæ á tréspjaldið með litlum leir bitum. Nota ullarkembur eða þekjuliti til að fá landslag. Sjá grunn af húsinu í bókinni. (Ef vill til að styðjast við)

Efniviður:
· Ullarkembur
· Steinleir eða jarðleir
· Garn, bönd,
· Lím, heitt lím í límbyssu.
· Þekjuliti og pensla
· Folio þynnur eða skrautpappír gyltan og silfraðan.
· Álpappír
· Grillpinna eða trépinna í slá til að helda segli uppi í skipið það mætti vefja maskínupappír í stað þess að hafa prik.
· Vír og blómavír til að nota í skartið
· Töng til að klippa vírinn og langnefjatöng fínlega til að vefja vírinn.
· Leður ól í hálsmenið
Steina í hálsmenið og í fjöruborðið.


 

Verkefni 3

Tónlistarkennarinn ætlar að vinna með okkur að þessu verkefni, útfæra söngva með þeim og taka upp. Síðan á bekkjarskemmtun syngja þau hann. (Söngur í fimmund)


Verkenfi 4

Við stefnum á að setja verkefni á Netið.
Það verða teknar myndir jafnóðum og verið er að vinna. Þær koma á heimasíðunni