Leiðbeiningar



Þessi mynd vísar á hvaðan myndirnar í verkefnið eru fengnar.

Findu rétta bókstafi
Markmið verkefnisins er að prenta
sér út blað og
æfa sig í að
skrifa ensku.
Finndu rétta bókstafi
til að mynda orð.
Til að auðvelda
þér að finna
orðin getur þú merkt
við bókstafinn tölurnar
sem eru undir þeim.

Bingó
Prentaðu þér bingó spjöld og stök orð til að klippa niður og spila bingó.

Markmið með þessum leik er að æfa framburð. Endurtaktu því orðið sem kemur upp með því að segja I have ....

Krossgátur
Í þessu verkefni eru tvær tegundir af krossgátum. Orðið sem er á íslensku er krossgáta þar sem orðin eru gefin upp en það þarf að finna þeim réttan stað.

Enska orðið bendir á
orðaleik þar sem búið er að rugla bókstöfunum.

Búðu til sögu
Til að æfa sig í að skrifa ensku
getur þú prentað þér út blöð,
og skrifað niður texta
sem tengjast ákveðnum orð flokkum.
Orðapúsl
Í þessum leik eru orðin klippt í sundur og þú átt að reyna að púsla þeim saman þannig að þau myndi rétt orð. Límdu þau saman á blaðið.

 

Stafarugl
Þetta verkefni byggir á að finna rétt orð.  
Orðin geta verið afturábak, áfram, á ská eða upp og niður.
(Orðin eru fyrir neðan stafruglið.).


Draga saman
orð og mynd

Hérna eru leikir sem
eru á vefnum.
Þeir byggja á að
draga rétt orð
frá hægri yfir að
réttri mynd
vinstramegin
.

Síðan kannar þú
hvort þú hafir
gert rétt með því að ýta
á "athuga" hnappinn.
Ef þú hefur gert
vitleysu fer
orðið til baka þar til
þú hefur fundið allt rétt.

Finna rétt orð
Þessir leikir eru á vefnum. Þeir byggja á að finna orð sem passa við
myndirnar. Gefin eru upp nokkur orð þannig að nú reynir á að velja rétta orðið.

Síðan ýtir þú á "athuga" hnappinn til að finna hvað þú getir rétt.

Orðabók
Orðabók í stafrófsröð.
Með orðum fyrir byrjendur sem hægt er að prenta út.
Slóðir
Ábendingar á ýmsar
slóðir, sem dæmi má
nefna mynda - orðabók,
Disney bækur á ensku sem hægt er að lesa og hlusta á.




Forrit
Ábendingar á forrit sem tengjast enskukennslu