Þemaverkefni um veður
Kennsluáætlun
Skrá hitastigið úti daglega í súlurit
Skrá úrkomumælingar daglega


Vettvangsferð
Skoða ákveðinn stað, taka ljósmynd og skoða hvort það verður breyting á honum eftir því hvernig veðrið er í 2. vikur

Búa til vinnubók úr verkefninu
Efnisyfirlit í bókina

Dagur 1

Umræður
*Hvað dettur ykkur í hug þegar ég segi orðið veður?
*Hvað er veður?
*Hverjir hlusta á veðurspár
*Hverjir þurfa helst á veðurspám að halda?
*Þarft þú að vita hvernig veður er?
Lesa
*Gestir í gamla trénu
* Drengurinn og norðanvindurinn
Syngja
Með vindinum þjóta skúraský

Rannsóknir
*Koma fyrir úrkomumæli (flösku)
*Skoða hitamælinn

Íslenska
*Skrá orðin á töflu

Skapandi

*Búa til blöðru úr silkipappír, setja upp á vegga og setja orðin í hana. Nemendur búa til orðin á renninga (Veðurblaðra)

Leikræn tjáning
*Leika leikritið um strákinn í norðanvindinum nota .t.d. myndvarpa og sellafónspappír sem breytir úr sól í ský, nota tónslist hæga og hraða, nota sílafón til að láta veðrið breytast eða hristur

 

Dagur 2


Horfa á *Veðrið (Eyewitness)
myndbandaleiga námsgagnstofnunar
Umræður eftir myndbandið

 

Rannsóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér cm í úrkomumælinum

Skapandi
*Teikna og klippa út vindhana- neoncolor litir á karton pappír
*Búa til vindveifu, spýta með 4- 8 efnisræmum á

Dagur 3

Umræður

*Fylgdust þið með veðurfréttunum í gær?
*Veistu hvernig veðri var búið að spá fyrir daginn í dag? (Eða fyrir vikuna?)
*Hvað er veðurfræðingur?
*Hvar vinnur hann?
*Hvað gerir hann?
*Hvað þýða veðurtáknin?

Syngja
Í rigningu ég syng
Með vindinum þjóta

Rannsóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér cm í úrkomumælinum
* Athuga vindátt skrá það á þar til gert blað

Leikræn tjáning
* Vera laufblöð sem fjúka til í vindinum hægt, hratt, fárviðri, logni og svo framvegis.
Fyrst stjórnar kennarinn síðan fá nemendur í smærri hópum að stjórnaveðrinu

Íslenska
*Gera veðurspá - 6 nemendur í hópi á veðurkort - mynd af Íslandi
*Klippa út veðurkort í fréttablaðinu


Dagur 4

Umræður

*Hvers vegna rignir?
*Hvaðan kemur vatnið?
*Hringrás vatnsins
Syngja
Í rigningu ég syng
Með vindinum þjóta

Lestur
*Dolli dropi


Ransóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér cm í úrkomumælinum
* Athuga vindátt skrá það á þar til gert blað

Skapandi
*Búa til regndropa mynd með grófu salti og vatnslitum

Íslenska
*Búa til sögu
* Ef ég væri regndropi
*Teikna mynd ef ég væri regndropi


Dagur 5

Umræður
*Hvernig verður regnboginn til?
*Hvað er sagt um regnbogann? (ósk)


*Lesa Regnbogafiskur
*Lesa sögu um regnbogann

 

Rannsóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér cm í úrkomumælinum
* Athuga vindátt skrá það á þar til gert blað

Skapandi vinna
*Búa til mynd af regnbogafiskinum með glimmer
*Teikna mynd af regnboga
*Lita grisjur til að setja upp með taulitum gula, rauða, græna og bláa hafa hvíta líka

Dagur 6

Umræður
*Úr hverju eru skýin?
*Af hverju hreyfast þau?
*Skoða skýin sjá á vef Veðurstofunnar uppl. um hvað þau heita og skrá það í töflu - fara út og skoða skýin

Lesa
Sögu um ský....

Rannsóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér cm í úrkomumælinum
*Athuga vindátt skrá það á þar til gert blað

Skapandi vinna

*Lita skýjamyndir með kertum eða vaxlitum og mála yfir með þunnum þekjulit eða bleki - verður forsíða á veðurbókinni

Íslenska
*Búa til sögu
*Ímyndaðu þér að þú sért ský

Dagur 7
Umræður
*Áhrif veðurs á fólk
*Áhrif veðurs á umhverfið og náttúruna
*Hvernig fötum er best að vera í, í rigningu, sól - hita, frosti?

Lesa
*Gestir í gamla trénu
* Regnhlífin

Rannsóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér ml í úrkomumælinum
*Athuga vindátt skrá það á þar til gert blað

Íslenska
* Finna málshætti og orðatiltæki
*Setja í orðablöðruna okkar

Skapandi vinna
*Blásturs eða dropamyndir með þynntum þekjulitum eða bleki og röri

Tónlist
*Árstíðirnar eftir Vivaldi

Dagur 8
Umræður

*Getum við alltaf verið úlpulaus úti?
*Af hverju þurfum við að vera í regnfötum í rigningu?

 

Rannsóknir
*Skrá hjá sér hitastig (úti) í töflu búa til súlurit
*Skrá hjá sér cm í úrkomumælinum
*Athuga vindátt skrá það á þar til gert blað

Íslenska
*Búa til samsett orð
*Búa til ljóð

Leikræn tjáning
*Vera snjór sem er að falla til jarðar, þungur, léttur, blautur, slydda

Rannsóknir
*Hvaða efni hleypa vatni í gengum sig?
*Hvaða efni þornar fyrst?

Krækjur

*Veðurstofan
*Skýin
*Veðurtákn
*mbl.is - veðurspá

 

Efniviður
*Hitamælir
*Plastflöskur
*Bali
*Kerti eða vaxlitir
*Þunnur þekjulitir eða blek
*Spákort fyrir Ísland
*Reglustika
*Mismunandi efnisbútar
*Vatnslitir
*Gróft salt
*Penslar
*Rör
*Spýta
*Efnisræmur
*Silkipappír

Aukaverkefni

Íslenska
*Búa til sögu:
* Skólinn í mismunandi veðri
* Húsið þitt í mismunandi veðri

Stærðfræði
*Súlurit:
Hitastig
Hversu margir eru í regnfötum í rigningu?
* Stærðfræði saga....!

Leikræn tjáning
*Vera snjór sem er að falla til jarðar, þungur, léttur, blautur, slydda

*Setja ramma eða ákveða ákveðinn gluggaramma til að horfa út um í skólastofunni og skoða hvað þau sjá út um hann og velta fyrir sér skýjunum og af hverju þau hreyfast

Vinnublöð
*Skráningarblað

Bækur
* Saga um sögu
*Veðrið eftir Pál Bergþórsson
*Weather eftir Terry Jennings
*Svona er heimurinn
*Hvers vegna, hvernig hvar

Söngvar
*Með vindinum þjóta skúra ský
*Í rigningu ég syng
*Regndropar - gular rauðar grænar regnkápur
*Úr galdrakarlinum í Os.

Tónlist af CD
*Naturalsongs
*Árstíðirnar eftir Vivaldi
* Barnaplatan..... dansa regndans........