Vefleiðangur
um endurvinnslu á glerkrúsum.
|
|
Í þessum vefleiðangri ætlum við að endurnýta gamlar glerkrúsir sem safnast saman á heimilum okkar. Ýmsar krukkur eins og undan barnamat, sultum og rauðkáli er hægt að nýta í þetta verkefni. Nú átt þú að leita að hugmyndum á vefnum til að endurnýta glerkrúsirnar. Síðan átt þú að útfæra eina eða fleiri hugmyndir. |
Þegar þú ert
búinn að kynna þér þennan lið, þá
ferð þú í Bjargirnar og skoðar vefslóðir
sem þér líst á.
|
Mála á glerkrúsir þannig að þær líti út eins og leirkrúsir (íslenskur vefur) Glerkrús með loki (erlendur vefur) Mála með sandi eða salti á krús ( erlendur vefur) Kerti í krús (erlendur vefur) Nammikrús (erlendur vefur) Servéttur á gler (íslenskur vefur) Fleiri hugmyndir til að vinna með krúsir (erlendur vefur) |
1. Þú byrjar á að fara á vefinn og leita að þeirri hugmynd sem heillar þig mest. Síðan færðu þann efnivið sem til þarf hjá kennaranum þínum og býrð síðan til krúsina þína. 2. Nú
skaltu fá stafrænumyndavélina hjá kennarnum
og taka mynd af krúsinni þinni. 3. Ef þú hefur nægan tíma þá getur þú farið aftur á vefinn og fundið fleiri hugmyndir að því hvernig endurnýta megi glerkrúsir og jafnvel útfært þær eða benda kennaranum á síðuna svo hann geti bætt henni inn á vefleiðangurinn, með því getur þú nálgast hann heiman frá ef þig langar að gera fleiri krúsir síðar.
|
Verkefnið verður metið lokið/ólokið. En tekið verður fram í vitnsiburði um þessa vinnu hvort þú hafir verið sjálfstæð/ur og unnið verkið af eigin frumkvæði. |
Með því að leita sér að hugmyndum á Netinu um hvernig hægt er að endurvinna gamlar glerkrúsir sér nemandinn hvað hægt er að nálgast mikið af hugmyndum og verkefnum á Netinu, sem hann getur nýtt sér bæði til fróðleiks og til sköpunar. Einnig verður hann meðvitaður um notagildi ýmissa umbúða og hluta sem við hendum í ruslið eða geymum í kompunni. Með þessu verður nemandin frjórri í hugmyndum sínum til að skapa og nýta "rusl" og annað sem safnast saman í kompunni. |
|
Síðast
uppfært 8. ágúst 2005