|
Táta, Táta
Táta, Táta teldu bræður þína. Einn og
tveir inn komu þeir, þrír og fjórir, furðustórir. Fimm og sex, sjö
og átta, svo fóru þeir að hátta, níu, tíu, ellefu og tólf, lögðu plöggin sín ofan á
gólf. Fóru svo að sofa, sína drauma lofa, en um miðjan
morgun mamma vakti þá. Þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán, fætur
stukku þeir á, fóru svo að smala, suður fyrir á. Sautján, átján,
lambærnar fundu þeir þá. Nítján voru tvílembdar torfunum á. Tuttugu
sauðina suður við mel, teldu nú áfram og teldu nú vel.
Táta, Táta
Táta, Táta teldu dætur þínar. Ein er í
hvelju, tvær í búri borð að setja. Þrjár í eldhúsi graut að
gera. Fjórar í fjósi flór að moka. Fimm á fjalli fífil að
grafa. Sex á sandi, sjö á landi. Átta í eyjum eld að kynda. Níu á
nesjum naut að geyma Tíu á túni og tuttugu heima, hundrað eru á
húsabaki og þó er ekki hálftalið liðið hennar Tátu.
|