Þrepamarkmið í íslensku
fyrir 1. Bekk
Nemandi Lestur - vinni með
eigin frásagnir og sögur til að örva hann til lestrar - vinni
fjölbreytt verkefni sem örva hann til lestrar - kynnist rími og
hrynjandi, bókstöfum, orðum og setningum - vinni verkefni sem stuðla að
auknum orðaforða og málskilningi - hafi greiðan aðgang að og nýti sér
fjölbreytt val bóka, bæði í kennslustofu og á skólasafni - kynnist
skólasafni með verkefnavinnu - fái tækifæri til að efla lesskilning
með því að vinna fjölbreytt verkefni við hæfi - fái tækifæri til að
lesa bækur við hæfi, að eigin vali og vali kennara - taki sérstakt
lesskimunarpróf sem spáir fyrir um hvort hann geti átt í
lestrarerfiðleikum og fái viðeigandi lestrar- og málþjálfun í
kjölfarið
Talað mál og framsögn - fái
þjálfun við hæfi í framburði íslenskra málhljóða - fái tækifæri til að
tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum - fari í leiki sem gera
kröfur um munnlega tjáningu - fái tækifæri til að segja frá eigin
reynslu - fái tækifæri til að ræða við bekkjarfélaga, t.d. þegar upp
koma vandamál, og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu - fái
tækifæri til að kynna vinnu sína fyrir bekkjarfélögum og foreldrum -
endursegi og/eða lesi eigin sögur og ljóð upphátt fyrir bekkjarfélaga
sína - fái tækifæri til að undirbúa stuttar frásagnir - fái tækifæri
til að taka þátt í stuttum leikþætti og/eða söngatriði - kynnist þeim
reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu - sé hvattur til
að tala skýrt og áheyrilega - fái tækifæri til að nota leikræna
tjáningu - fái tækifæri til að syngja algenga íslenska barnasöngva og
taki þátt í fjöldasöng, m.a. söngva sem tengjast jólum
Hlustun og áhorf - hlusti á
upplestur á sögum og ljóðum, bæði sem kennari les og flutt eru á annan
hátt, t.d. af hljóð- eða myndbandi - hlusti á umræður bekkjarfélaga
sinna - fari í leiki sem gera kröfur um að hlustað sé á og farið eftir
munnlegum fyrirmælum - hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir
þeim - skoði myndir og segi frá efni þeirra - horfi á leikþætti og
söngatriði, ýmist á sviði eða af myndbandi - fái tækifæri til að hlusta
á upplestur á stuttum og lengri sögum eftir íslenska og erlenda
höfunda - hlusti á upplestur ljóða með sterkri hrynjandi Ritun
- þekki skriftaráttina - þjálfist í fínhreyfingum með
fjölbreyttum verkefnum - þjálfist í að draga til stafs - fái margs
konar tækifæri til að skrifa á þann hátt sem hann er fær um - semji
texta við eigin myndir og annarra og skrifi sjálfur eða með aðstoð -
fái tækifæri til að semja sögur og ljóð og skrifi sjálfur eða með
aðstoð - þjálfist í að lýsa hlutum og athöfnum í rituðu máli og skrái
sjálfur eða með aðstoð - skrái sjálfur eða með aðstoð frásagnir um
atburði úr eigin lífi
Bókmenntir - kynnist þekktum
íslenskum þjóðsögum, m.a. úr heimabyggð - læri nokkrar einfaldar vísur
og ljóð til söngs - fái tækifæri til að taka þátt í leikrænni tjáningu
á bókmenntatexta - fari á skólasafn og skoði/lesi þar bækur -
þjálfist í að fá bók að láni á skólasafni - þjálfist í að ræða um
bókmenntaverk sem hann hefur hlustað á - fái tækifæri til að lesa bækur
sér til fróðleiks og skemmtunar miðað við lestrargetu og
áhuga
Málfræði - læri m.a. að þekkja
hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning í tengslum við lestrarnám -
fái tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt - fái tækifæri
til að leika sér með tungumálið, t.d. með rími og
orðaleikjum
Úr aðalnámskrá
í íslensku Menntamálaráðuneytið
1999 |