Þrepamarkmið í skólaíþróttum fyrir 1. bekk
Skynþroski Hreyfiþroski
Nemandi
- leysi af hendi verkefni sem þroska
- jafnvægisskyn
- sjónskyn
- heyrnarskyn
- snertiskyn
- vöðva- og liðamótaskyn
- taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á samspil skynfæra
- þjálfist í grunnhreyfingum eins og að
- hlaupa
- ganga
- skríða
- hoppa
- stökkva
- klifra
- hanga
- sveifla
- kasta
- grípa
- rekja
- rúlla
- snerta
- velta sér
- þjálfist í æfingum með ýmis áhöld eins og gjarðir, sippubönd, bolta, bekki og baunapoka
- taki staðlað hreyfiþroskapróf, s.s. MOT 4-6
- taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf
Líkamsþroski Fagurþroski
Nemandi
- taki þátt í leikjum og leikrænum æfingum sem efla
- líkamsþol
- hraða
- viðbragð
- kraft
- iðki íþróttir og leiki á skólalóð
- fari í gönguferðir og stundi útivist á öllum tímum skólaársins
- þjálfist í æfingum sem efla
- liðleika
- líkamsreisn
- líkamsstöðu
- taki þátt í skapandi hreyfingu og leikrænni tjáningu með eða án tónlistar
- læri einfalda barnadansa

Félagsþroski Tilfinningaþroski Siðgæðisþroski
Nemandi
- upplifi gleði og ánægju af þátttöku í leikjum og leikrænum æfingum
- tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru
- tileinki sér samskiptafærni eins og að
- hlusta
- tjá skoðun sína
- bíða
- bregðast við
- fái leikræn verkefni sem krefjist samskipta, s.s. að
- taka tillit til annarra og
- vinna í fámennum hópum
- fái tækifæri til að ræða um og leika samskiptaform eins og stríðni og einelti
- þjálfist í ýmsum leikjum, æfingum og dansi sem krefst samvinnu og snertingar
Vitsmunaþroski
Nemandi
- taki þátt í umræðu um umhirðu líkamans og tileinki sér
- hreinlæti að lokinni íþróttakennslu
- að ganga í hreinum og snyrtilegum klæðnaði
- bað- og umgengnisreglur
- taki þátt í a.m.k. tveimur gömlum íslenskum leikjum
- læri að umgangast áhöld og tæki á öruggan hátt
- læri helstu líkamsheiti eins og
- höfuð
- bolur
- brjóst
- bak
- fótleggir
- armar
- læri helstu magn- og afstöðuhugtök eins og
- fleiri - færri
- lengri - styttri
- hægri - vinstri
- undir - yfir
- læri og tileinki sér skipulagsform eins og
- röð
- lína
- hringur
- hópur
- læri að bregðast við fyrirmælum og merkjum kennara eins og flautuhljóði og klappi
- læri og tileinki sér helstu umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum eins og að
- ganga frá fötum og handklæði
- þvo sér
- þurrka sér
- þjálfist í réttri líkamsbeitingu og hléæfingum við
- tölvunotkun
- setu við skólaborð


http://www.stjr.is/mrn/mrn.nsf/Files/ithrottir/$file/_Toc456772514