Náttúrurfræði
Hvað segir námskráin?

Þrepamarkmið 1

Úr eðlisvísindum
- þekki og vinni með hugtökin
- hiti
- kuldi
- frost
- fylgist með breytingum á eiginleikum vatns og velti fyrir sér orsökum, s.s. þegar pollar frjósa og snjór bráðnar
- geri athuganir sem sýna rúmmál lofts, t.d. með því að setja krukkur á hvolf ofan í vatn, vinna með óuppblásnar og uppblásnar blöðrur á vogarstöng
- skoði steina og flokki þá eftir ólíkum eðliseiginleikum, s.s. stærð, lögun, þyngd og áferð
- fylgist með hlutum í daglegu umhverfi sem hreyfast hratt eða hægt
- ræði um af hverju hlutir
- fara af stað
- stöðvast
- breyta um stefnu
- geri athuganir með skugga, s.s. teikni útlínur af skugga, búi til skuggamyndir
- kanni hvort mismunandi hlutir festast við segul
Úr jarðvísindum
- ræði um áhrif sólarljóssins á
- nánasta umhverfi
- hitastig lofts og vatns
- hitastig í skugga og í sólarljósi
- líkamann
- skoði tungl og stjörnur
- með berum augum
- í gegnum sjónauka
- ræði eðli og varanleika breytinga í náttúrunni sem eru vegna
- áhrifa vinda og vatns
- áhrifa mannsins
- áhrifa náttúruhamfara
- skoði og fjalli um fjölbreytileika steinaríkisins
- skoði og fjalli um strandlengju m.a. með tilliti til
- munar á flóði og fjöru
- fjölbreytileika
- búi til líkan/mynd af strönd
- skoði og ræði um afleiðingar árstíðabreytinga í
- íslenskri náttúru
- nánasta umhverfi
- heimabyggð
- fjalli um veðurfar út frá
- eigin upplifunum og hugmyndum
- veðurkortum og veðurspám sem birtast í sjónvarpi, blöðum og á veraldarvefnum
- ræði um ólík birtingarform vatnsins í náttúrunni, s.s. jökla, ár og læki, rigningu og snjókomu
- geri sér grein fyrir fjölbreytni í nýtingu vatnsins á heimili og í umhverfinu, s.s. drykkjarvatn, sundlaugar, gosbrunnar, vökvun
Úr lífvísindum
- þjálfist í að flokka lífverur eftir
- ytri einkennum
- skyldleika
- þekki helstu lífverur í næsta nágrenni eða heimabyggð
- þekki algengustu húsdýrin á Íslandi
- þekki nokkur séreinkenni dýra og plantna út frá athugun og samanburði
- útbúi einfalt ættartré sem sýnir skyldleika fjölskyldu
- þjálfist í að beita heitum og hugtökum yfir sjáanlega líkamshluta
- ræði um hollustu matar m.a. með tilliti til tannverndar
- ræði hvað verður um matinn sem við borðum

Úr aðalnámskár grunnskóla náttúrurfræði Mennatamálaráðuneytið 1999