|
Hlustun og
áhorf
Nemandinn:
* hlusti á upplestur á sögum og ljóðum, bæði sem kennarinn les og flutt
eru á annan hátt, t.d. af hljóð- eða myndbandi.
*hlusti á frásagnir bekkjarfélaga sinna.
*fari í leiki sem gera kröfur um að hlustað sé á og farið eftir munnlegum
fyrirmælum.
*hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir þeim.
*skoði myndir og segi frá efni þeirra.
*horfi á leikþætti og söngatriði, ýmist á sviði eða af myndbandi.
*fái tækifæri til að hlusta á upplestur á stuttum og lengri sögum eftir
íslenska og erlenda höfunda.
*hlusti á upplestur ljóða með sterkri hrynjandi.
|