Þrepamarkmið
1
Stærðfræði og
tungumál - skrái upplýsingar um sjálfan sig þar sem háar tölur koma
fyrir - safni gögnum í tengslum við kannanir í náttúru- og
samfélagsfræði og skrái í töflur og súlurit - leysi viðfangsefni í
samvinnu við skólafélaga sína og venjist því að ræða við þá um verkefnin
- noti mismunandi hjálpargögn við lausnir verkefna þar sem háar tölur
koma fyrir, s.s. smáhluti, kubba, talnagrindur og skýringarmyndir -
skýri lausnarleiðir sínar fyrir öðrum með því að segja frá, gera sér líkan
eða skýringarmynd og nota táknmál stærðfræðinnar fáist við sambærileg
verkefni: - Skrá lengd og þyngd við fæðingu, lengd og þyngd í dag. -
Safna skordýrum og skrá fjölda hverrar tegundar í töflur og
súlurit. Lausnir verkefna og þrauta - leysi þrautir þar sem
beita þarf útreikningum - búi til eigin þrautir með verkefnum sem
tengjast skólastarfinu eða viðfangsefnum daglegs lífs - leysi þrautir
þar sem raða þarf saman hlutum eða flatarmyndum fáist við sambærileg
verkefni: - Krakkarnir í 1. A fóru í sund. Þeir eru samtals 17. 10
krakkar fóru í heita pottinn en hinir fóru beint í laugina. Svo fóru 5
krakkar úr heita pottinum í laugina. Um leið fóru 3 krakkar úr lauginni í
heita pottinn. Hvað voru þá margir krakkar úr 1. A í heita
pottinum? Röksamhengi og röksemdafærslur - meti hvort
fullyrðingar sem settar eru fram eru sannar - flokki rökkubba eða safn
smáhluta eftir eiginleikum og rökstyðji flokkun sína - leiki leiki,
t.d. með rökkubba, þar sem finna þarf reglu eða leysa þrautir - temji
sér að nota þekktar staðreyndir til að álykta út frá fáist við
sambærileg verkefni: - Meta sanngildi: Anton verður 7 ára eftir tvær
vikur og Dóra verður 7 ára eftir tvo mánuði. Anton er eldri en Dóra -
Hulda safnaði 6 köngulóm og 7 ánamöðkum. Hve mörgum dýrum safnaði hún? Við
lausn verkefnisins sjá nemendur að þeir geta notfært sér að þeir vita að 6
plús 6 eru 12 og þess vegna eru 7 plús 6 einum meira en 12 eða jafnt og
13 Tengsl við daglegt líf og önnur svið - leysi verkefni sem varða
daglegt líf hans - skoði form í nánasta umhverfi sínu og greini
hvernig ólík form eru notuð í mismunandi tilgangi - geri tilraunir með
skálavog. Hvaða hlutir eru þungir/léttir? - mæli með óstöðluðum
einingum og beri saman við mælingar með stöðluðum einingum - ræði um
tímatal, t.d. tímaröð atburða, tímalengd milli atburða og dagatal -
vinni með klukku, læri að lesa af henni hvað tímanum líður og lesa
stundatöflu fáist við sambærileg verkefni: - Hvað þarf mörg áhöld,
þ.e. diska, hnífapör og glös, til að leggja á borð fyrir
fjölskylduna? - Hringlaga og sívalir hlutir skoðaðir, s.s. hjól,
pottar, glös, umferðarskilti - Hvað er skólastofan mörg skref að lengd?
Hvað eru það margir metrar? - Setja atburði úr skólalífinu inn á tímaás
(talnalínu). Tölur - pari saman hluti úr umhverfinu, flokki
hluti í hópa og beri saman fjölda í hópunum - telji hluti eða fólk,
t.d. í kennslustofunni - skoði tölur á talnalínu - leiki frjálst
með vasareikna til að skoða hvernig hægt er að kalla fram tölur á marga
vegu - vinni með talnaþulur, fingravísur og talnarunur eins og 2, 4, 6
..., 5, 10, 15 ... eða 10, 20, 30 ... - noti áþreifanlega hluti, t.d.
einfestukubba, til að sýna háar tölur fáist við sambærileg
verkefni: - Hluti af talnalínu teiknaður á töflu. Kennari velur sér
eina af tölunum og nemendur eiga með spurningum að reyna að finna hver hún
er. Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat - leysi verkefni úr
daglegu umhverfi sínu þar sem þarf að leggja saman, draga frá, margfalda
eða deila til að finna lausn - þjálfist í að finna ólíkar leiðir við
lausn verkefna og bera saman mismunandi leiðir að sömu lausn - noti
vasareikni til að skoða tengsl samlagningar og margföldunar með því að
setja inn fastastærð í samlagningu - skipti safni þar sem afgangur
verður og ræði um leiðir til að skipta afgangnum þannig að hann gangi upp
- kynnist víxlreglu í samlagningu, t.d. með kubba-lengju -
þjálfist í að nota þekkingu sína á tölum við hugarreikning fáist við
sambærileg verkefni: - Silja fékk litapakka með 12 litum í afmælisgjöf.
Hún týndi nokkrum þeirra svo að nú eru bara 7 litir í kassanum. Hvað
týndust margir litir? - Bragi, Linda og Fannar bökuðu 20 piparkökur í
heimilisfræði og ætla að skipta þeim á milli sín. Hvað fær hvert þeirra
margar kökur? - Við lausn dæmisins 6 + 7 nýtir nemandi sér að hann veit
að 6 + 6 = 12. Mynstur og algebra - leiti að mynstrum í
umhverfinu, s.s. símynstri sem endurtekningu í tíma (t.d. hljómfalli) eða
rúmi - tákni gefið mynstur með mismunandi gögnum, t.d. kubbum, litum,
orðum, hljóðum eða teikningum - myndi talnarunur á
vasareikni Rúmfræði - þjálfist í ýmiss konar byggingarleikjum
- skoði þrívíða hluti, t.d. umbúðir, lýsi þeim, beri þá saman og
flokki eftir eiginleikum, t.d. lögun, stærð eða lit - leiti að
ákveðnum formum í umhverfi sínu, beri saman og flokki eftir eiginleikum
- raði hlutum eftir lengd, þykkt, breidd, þyngd og rúmtaki - mæli
lengd hluta í umhverfinu með óstöðluðum einingum og beri saman niðurstöður
sínar og annarra - ræði hvernig finna megi hvort hlutur er stærri eða
þyngri en annar og hvaða ílát rúmar mestan vökva - fari í leiki þar
sem notuð eru hugtök sem tengjast staðsetningu, s.s. fyrir framan, aftan,
ofan, neðan, til hliðar, nálægt, norður, suður - beri saman
flatarmyndir, s.s. þríhyrninga, ferhyrninga eða hringi, og velti fyrir sér
eðli þeirra, t.d. hvort þær geta þakið flöt - teikni, máli eða klippi
út samhverfar myndir Tölfræði og líkindafræði - noti
áþreifanlega hluti til að gera súlurit - taki þátt í umræðum um þær
upplýsingar sem súluritin gefa. Af hverju er mest? Af hverju er minnst?
Hverju munar? Hve mikið samtals? - skoði hluti í nánasta umhverfi
sínu, telji, flokki, skrái og lesi úr niðurstöðum - ræði um hvort
eitthvað er líklegt eða ólíklegt, hvort eitthvað gerist reglulega, stundum
eða aldrei fáist við sambærileg verkefni: - Börnin skipa sér í raðir
eftir því í hvaða mánuði þau eiga afmæli. - Hvað er líklegt að við
sjáum alltaf úti á rigningardegi, hvað sjáum við stundum og hvað
aldrei? - Er líklegt að einhver í bekknum sé með plástur í dag, einhver
spili á hljóðfæri, einhver hafi ferðast til útlanda eða að einhver hafi
komið í flugvél í skólann?
Úr aðalanáskrá grunnskóla í stæðrfræði
Menntamálaráðuneytið 1999
|