Korpuskóli
1. bekkur 2002 - 2003
Stærðfræði
Rúmfræði
Markmið

Nemandinn:
*þjálfist í ýmiss konar byggingarleikjum.

*skoði þrívíða hluti, t.d. umbúðir, lýsi þeim, beri þá saman og flokki eftir eiginleikum, t.d. lögun, stærð eða lit.

*leiti að ákveðnum formum í umhverfi sínu, beri saman og flokki eftir eiginleikum.

*raði hlutum eftir lengd, þykkt, breidd, þyngd og rúmtaki.

*mæli lengd hluta í umhverfinu með óstöðluðum einingum og beri saman niðurstöður sínar og annarra .

*ræði hvernig finna megi hvort hlutur er stærri eða þyngri en annar og hvaða ílát rúmar mestan vökva.

*fari í leiki þar sem notuð eru hugtök sem tengjast staðsetningu, s.s. fyrir framan, aftan, ofan, neðan, til hliðar, nálægt, norður og suður.

*beri saman flatarmyndir, s.s. þríhyrninga, ferhyrninga eða hringi, og velti fyrir sér eðli þeirra, t.d. hvort þær geta þakið flöt.

*teikni, máli eða klippi út samhverfar myndir.

Leiðir
*Leika sér með mismunandi gerðir af kubbum
*Vera með körfu með umbúðum til að mæla og kanna, raða og flokka
*Vinna með form t.d í stafainnlögn og skólaverkefni
*Hafa málband tiltækt til mælinga
*Orðaleikir yfir hugtök t.d. framan og aftan
*Vinna með form og kanna flöt þeirra, t.d í portinu, skólastofunni, heima og í skólatöskunni.
*Teikna og mála spegilmyndir

Mat
*Símat
*Kannanir


Bækur
*Kátt er í Kynjadal
*Viltu reyna - (Gulur)
*Eining 1
*Eining 2