Korpuskóli
1. bekkur 2002 - 2003
Stærðfræði
Tölfræði og líkindafræði
Markmið

Nemandinn:
*noti áþreifanlega hluti til að gera súlurit.

*taki þátt í umræðum um þær upplýsingar sem súluritin gefa. Af hverju er mest? Af hverju er minnst? Hverju munar? Hve mikið samtals?

*skoði hluti í nánasta umhverfi sínu, telji, flokki, skrái og lesi úr niðurstöðum.

*ræði um hvort eitthvað er líklegt eða ólíklegt, hvort eitthvað gerist reglulega, stundum eða aldrei.

Leiðir
*Vinna með mismunandi súlurit. Þau eru töluvert í bókunum og í þemaverkefni.
*
Ræða um niðurstöðurnar.
*Flokka og telja
*Umræður um líkindafræði t.d. Hvað er líklegt að við sjáum alltaf úti á rigningardegi, hvað sjáum við stundum og hvað aldrei?

*Er líklegt að einhver í bekknum sé með plástur í dag, einhver spili á hljóðfæri, einhver hafi ferðast til útlanda eða að einhver hafi komið í flugvél í skólann? (úr námskrá; stærðfræði )


Mat
*Símat
*Kannanir


Bækur
*Kátt er í Kynjadal
*Viltu reyna - (Gulur)
*Eining 1
*Eining 2
*Húrrahefti 1a