Heimilisfræði
Hvað segir námsskráin
Þrepamarkmið í heimilisfræði fyrir 2. bekk

Næring og hollusta
læri hvers vegna fæðutegundum er raðað í fæðuhring (fæðuhringur)
geti gert samanburð á hollum og óhollum fæðutegundum fyrir tennurnar
læri að sífellt nart skemmir tennur
geri sér grein fyrir því hvers vegna góð tannhirða er mikilvæg
Matreiðsla og vinnubrögð
þekki einföld áhöld og geti notað þau
geti mælt í heilu og hálfu með dl-máli, msk. og tsk.
læri að brytja ávexti með hníf
taki þátt í verklegri vinnu
læri að fara eftir myndrænum og einföldum skriflegum uppskriftum
fái þjálfun í að ganga frá eftir sig
Matvælafræði
geti raðað algengum fæðutegundum í fæðuhring (á fæðudúk)
viti hvaðan matvælin koma sem unnið er með
geti bragðað, lýst og snert þau matvæli sem unnið er með
Hreinlæti
fái þjálfun í að ganga vel um
geri sér grein fyrir því hvers vegna og hvenær hendur eru þvegnar
læri hvað er persónulegt hreinlæti
fái þjálfun í að þvo og hreinsa áhöld
Neytendafræði og umhverfisvernd
komist að niðurstöðu um hvað hver og einn geti lagt af mörkum til að vernda umhverfi sitt
temji sér að nota lítið af efnum sem spilla umhverfi (sápa, pappír, umbúðir)
Aðrir þættir
vinni með gleði og jákvæðu hugarfari
geti sýnt hjálpsemi og tillitssemi
kynnist vinnubrögðum við matargerð fyrr og nú