Íslenska
Hvað segir námsskráin Þrepamarkmið í íslensku fyrir 2. bekk |
Lestur Örvist til lestrar með fjölbreyttum verkefnum við hæfi, t.d. með því að skoða myndabækur, hlusta á fjölbreytilegar sögur og með ýmsum stafa- og orðaleikjum kynnist rími og hrynjandi, bókstöfum, orðum og setningum auki orðaforða sinn og efli málskilning með fjölbreytilegum verkefnum við hæfi vinni með eigin frásagnir og sögur til að hann örvist til lestrar hafi greiðan aðgang að og nýti sér bækur og annað lesefni, bæði í kennslustofu og á skólasafni kynnist skólasafni með verkefnavinnu fái tækifæri til að lesa bækur við hæfi, bæði að eigin vali og sem kennari velur efli lesskilning sinn með því að vinna fjölbreytt verkefni við hæfi auki lestrarhraða sinn með því að vinna fjölbreytt verkefni taki sérstakt lesskimunarpróf sem spáir fyrir um hvort hann geti átt í lestrarerfiðleikum og fái viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið Talað mál og framsögn þjálfist í að bera fram öll íslensk málhljóð þjálfist í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum tjái sig munnlega í leikjum fái tækifæri til að segja frá eigin reynslu fái tækifæri til að ræða við bekkjarfélaga sína, t.d. þegar upp koma vandamál, og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu vinni verkefni sem gera kröfur um munnlega tjáningu fái tækifæri til að kynna vinnu sína fyrir bekkjarfélögum og foreldrum þjálfist í að endursegja og/eða lesa sögur og ljóð upphátt fyrir bekkjarfélaga fái tækifæri til að undirbúa stuttar frásagnir taki þátt í stuttum leikþætti og/eða söngatriði geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og læri að fara eftir þeim sé hvattur til að tala skýrt og áheyrilega fái tækifæri til að syngja algenga íslenska barnasöngva og taki þátt í fjöldasöng, m.a. söngva sem tengjast ólíkum árstíðum Hlustun og áhorf hlusti á upplestur á sögum og ljóðum, bæði sem kennari les og flutt eru á annan hátt, t.d. á hljóð- eða myndbandi hlusti á umræður bekkjarfélaga sinna fari í leiki sem gera kröfur um að hlustað sé á og farið eftir munnlegum fyrirmælum hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir þeim skoði myndir og segi frá efni þeirra horfi á leikþætti og söngatriði ýmist á sviði eða af myndbandi geti endursagt efni sem hann hefur hlustað eða horft á hlusti á upplestur á sögum og leiktextum eftir íslenska og erlenda höfunda hlusti á upplestur ljóða með sterkri hrynjandi Ritun læri að draga rétt til stafs þjálfist í að nota þá skriftargerð sem honum hefur verið kennd þjálfist í að stafsetja rétt með því að vinna margvísleg ritunarverkefni semji texta við eigin myndir og annarra og skrifi sjálfur eða með aðstoð fái tækifæri til að semja sögur og ljóð og skrifi sjálfur eða með aðstoð lýsi hlutum og athöfnum og skrái sjálfur eða með aðstoð skrái sjálfur eða með aðstoð frásagnir um atburði úr eigin lífi skrái sjálfur eða með aðstoð verkefni sem hann hefur unnið í öðrum greinum, t.d. í náttúrufræði og samfélagsgreinum fái fjölbreytt tækifæri til að skrifa á þann hátt sem hann er fær um geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vanda sig í ritun Bókmenntir kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum, ævintýrum og frásögnum, m.a. úr heimabyggð læri vísur og ljóð utanbókar til söngs taki þátt í leikrænni tjáningu á bókmenntatexta þjálfist í að fá bók að láni á skólasafni þjálfist í að ræða um bókmenntaverk sem hann hefur hlustað á fái tækifæri til að lesa frásagnir sem myndefni fylgir, t.d. myndskreyttar goðsögur, þjóðsögur og skopsögur fái tækifæri til að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar miðað við lestrargetu og áhuga kynnist hugtökum eins og persóna, söguhetja og rím kynnist gamansögum og átti sig á kímni Málfræði læri að þekkja hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning fái tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt geri sér grein fyrir að orð eru til í mismunandi beygingarmyndum kynnist hugtökunum samheiti, andheiti, sérnöfn og samnöfn átti sig á mun sérhljóða og samhljóða fái tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt, t.d. með rími og orðaleikjum |