Íslenska
2. bekkur
2003 - 2004

Lestur
Markmið
*Að nemendur verði læsir
*Að auka lestrarhraða
*Að kynnast hrynjanda, bókstöfum, orðum og setningum
*Að auka orðaforða

Leiðir
*
Lesa daglega í skólanum
*Lesa daglega heima
*Skoða mismunandi bækur
*Lesa í næðisstund
*Nemendur búa til sögur og segi frá þeim
*Nemendur semja leikrit og leika fyrir hvert annað
*Fara í ýmsa orða leiki og spil
*Vinna í vinnubækur
*Vinna þemaverkefni
*Lesskimunarpróf (3sinnum)

Talað mál og framsögn
Markmið
Nemendur
*Fá þjálfun í að bera fram öll íslensk málhljóð
*Fá þjálfun í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum
*Fá þjálfun í að tjá sig um eigin reynslu
*Fá þjálfun í að tjá sig við bekkjarfélaga
*Fá þjálfun í að endursegja og/eða lesa sögur
*Taki þátt í leikþáttum eða söngatriðum
*Læri að hlusta á aðra sem eru að tjá sig
*Séu hvattir til að tala skýrt

Leiðir
*Lesa fyrir hvert annað og kennarann (daglega)
*Nemendur og kennarar tala saman (daglega)
*Æfa sig í framsögn í heimakrók
*Dagleg samskipti við aðra nemendur og fullorðna
*Búa til sögur og leika í "ævintýralandi" (Horn í stofunni til að leika leikrit)
*Hlusta á hvert annað og kennarann

Hlustun og áhorf
Markmið
Nemendur
*
Hlusti á upplestur
*Hlusta á hvert annað
*Geti endursagt efni sem hefur verið hlustað á

Leiðir
*Kennari les í næðisstund daglega fyrir nemendur
*Hlusta á útvarp og segulband
*Fá rithöfund með upplestur á sögu eða ljóðum
*Horfa á hvert annað leika leikrit
*Eiga samskipti við hvert annað
*Segja frá sinni upplifun á sögu eða verkefni

 

 

Ritun
Markmið
Nemendur
*Læri að draga rétt til stafs
*Þjálfist í að skrifa
*Þjálfist í að stafsetja
*Þjálfist í að skrifa sögu

Leiðir
*Vinna í skriftarbækur (Skrift 2 og skrifa á fjölritað efni)
*Skrifa stuttar setningar eftir upplestri
*Vinna í verkefnabækur t.d. Ás, Pínulitla ritrún og ljósrit
*Skrifa sögur í sögubók
*Skrifa við þemaverkefni t.d. í kristinfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði

Bókmenntir
Markmið
Nemendur
*Kynnist íslensku þjóðsögum, ævintýrum og frásögnum úr sinni heimabyggð
*Læri vísur og ljóð
*Taki þátt í leikrænni tjáningu með texta úr sögubókum
*Þjálfast í að ræða um bókmenntaverk
*Kynnist hugtökunum persóna, söguhetja og rím

Leiðir
*
Lesa og skoða bækur
*Læra ljóð og söngva t.d. ljóð eftir Þórarinn Eldjárn
*Leika leikrit í ævintýralandi (horn í stofunni)
*Ræða um bækur
*Fara vel í sögugerð þ.e. hvernig saga er byggð upp
*Fara í bókabílinn
*Hafa bókmenntadag eða viku

Málfræði
Markmið
Nemendur
*Þekki hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning
*Kynnist því að orð eru til í mismunandi beygingarmyndum
*Þekki hugtökin samheiti, andheiti, sérnöfn og samnöfn
*Þekki mun á sérhljóða og samhljóða

Leiðir
*
Vinna með ýmis hugtök í sögugerð og öðrum verkefnum
*Vinna með og leika sér að orðum
*Vinna í vinnubækurnar Ás og pínulitla ritrún
*Vinna með fjölrituð verkefni
*Vinna með verkefni sem þau búa til sjálf
*Búa til sinn sérhljóða og samhljóðakastala

 

Námsmat
Tekin lesskimunarpróf til að leita að nemendum sem koma til með að eiga í lestrarerfiðleikum. Prófin eru tekin í febrúar og maí
Hraðlestrarpróf í okt. jan. og maí
Lesskilningspróf
Ferilsmappa með skrift, sögum og upplestri