Lífsleikni
2. bekkur
2003 - 2004
Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Markmið
Nemandi á að

- geta greint og lýst ýmsum tilfinningum, t.d. hamingju, gleði, sorg, reiði
- gera sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem geta haft áhrif á líf hans
- virða og átta sig á tilgangi leikreglna í mannlegum samskiptum
- geta tjáð hugsanir, skoðanir, tilfinningar og væntingar
- hafa lært leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur meðal annars í sér
* færni í samvinnu
* að sýna tillitssemi
* að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
* að setja sig í spor annarra
* að hlusta á aðra og sýna kurteisi
- gera sér grein fyrir mismunandi fjölskyldugerðum og stöðu einstaklinga innan þeirra
- hafa áræði til spyrja gagnrýninna spurninga
- sýna frumkvæði og sköpun í vinnubrögðum
- vita hvað átt er við með markmiðum og hvernig fólk notar markmið til að ná því sem að er stefnt
- þekkja líkamlegar þarfir sínar fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti og leitast við að koma til móts við þær
- gera sér grein fyrir að ekki eru allir eins og tileinka sér þannig virðingu fyrir sérstöðu annarra hvað varðar útlit, klæðaburð og smekk

Leiðir
*Þemavinna
*Samskipti í Regnbogalandi
*Samskipti í tímum

Mat
*Huglægt mat sem hluti af mati í verkefnum í samfélags-, kristin- og náttúrufræði