Náttúrufræði Hvað segir námsskráin Þrepamarkmið fyrir 2. bekk |
Nemandi Úr eðlisvísindum athugi ýmis ólík fyrirbæri með tilliti til mismunandi lita, s.s. regnbogann, olíubrák, þrístrent gler geri athuganir sem sýna áhrif veðurs og vinda á efni, t.d. að þvottur þornar fyrr og að pollar gufa upp þegar sólin skín eða vindur blæs geri athuganir á mismunandi efnum, s.s. ull, leðri, pappír og plasti, út frá eiginleikum notkun möguleikum til endurvinnslu geri athuganir í tengslum við hreyfingu, s.s. með hluti eins og blöðrur, gorma, leikfangabíla, rólur og vegasölt geri athuganir með skugga sem sýna að skuggar eru svæði sem ljós nær ekki til lögun skugga breytist yfir daginn vinni með andhverfar og speglaðar myndir geri einfaldar tilraunir sem sýna stöðurafmagn, s.s. í rafmögnuðu hári og með því að nudda fótum við teppi Úr jarðvísindum geri athuganir sem sýna að sólarljósið inniheldur blöndu af litum regnbogans, t.d. með þrístrent gler geti tengt dægra- og árstíðaskipti við hreyfingu sólar og jarðar búi til eigin steingervinga, t.d. með því að móta í gifs og fylla mótið með mold skoði og fjalli um áhrif mannsins á jarðefni, t.d. byggingar, vegavinnu og námugröft geri veðurathuganir yfir ákveðið tímabil og kanni hitastig ofankomu styrkleika vinds þekki mun á virkum og óvirkum eldstöðvum geri athugun á vatnsnotkun á heimili yfir ákveðið tímabil Úr lífvísindum geri athuganir þar sem fylgst er með einföldum lífsferlum, s.s. sáningu fræja og útungun eggja geri sér grein fyrir að barn verður til vegna samruna efna frá báðum foreldrum skoði útlitseinkenni og velti fyrir sér hvaða einkenni hafa erfst frá föður og hver frá móður ræði um hvernig umhverfi lífvera og mismunandi lífsskilyrði geta mótað einkenni þeirra, s.s. með samanburði á fuglum í votlendi og skógi geti flokkað dýr eftir því hvað þau éta, þ.e. hvort þau nærast á plöntum eða öðrum dýrum geri ýmsar athuganir á eigin líkama, s.s. á hæð, stærð fótar og handar þekki helstu líffæri og starfsemi þeirra, s.s. hjarta, maga og lungu |