Samfélagsfræði Hvað segir námsskráin Þrepamarkmið fyrir 2. bekk |
Nemandi Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi læri að hver maður er einstakur en jafnframt hluti af heild, fjölskyldu, skólasamfélagi, bæjarfélagi, þjóðfélagi og að því fylgir ábyrgð þekki hlutverk einstaklinga í fjölskyldu, t.d. með því að hugleiða stöðu sína í eigin fjölskyldu athugi og ræði stöðu og ábyrgð beggja kynja í fjölskyldum átti sig á hlutverki fjölskyldunnar í samfélagi manna þekki til mismunandi fjölskyldugerða í íslensku samfélagi Skóli og heimabyggð kynnist skólahúsinu og fái nokkra innsýn í skólastarfið, t.d. með heimsóknum í eldri bekki skólans geri sér ljóst hvað felst í hugtakinu grunnskóli þekki nokkur örnefni, kennileiti, sögustaði og/eða sögulegar byggingar í nágrenni skólans tileinki sér sögur eða frásagnir tengdar heimabyggð Land og þjóð þekki íslenska fánann og hvað litir hans tákna, skjaldarmerki Íslands og söguna af landvættunum læri um hlutverk nokkurra þjónustustofnana í samfélaginu, svo sem skóla, sjúkrahúsa og lögreglu kynnist Íslendingasögum og verði kunnugur nokkrum persónum í þeim kynnist nokkrum dæmum um störf til sjávar og sveita Heimsbyggð fræðist um nýbúa á Íslandi, hvaðan þeir koma helst og nokkrar ástæður þess að þeir hafa flust hingað átti sig á mikilvægi samskipta Íslands við útlönd, bæði efnahagslega og menningarlega geri sér grein fyrir að til eru mismunandi menningarsvæði, siðir, venjur og trúarbrögð í heiminum Tími skilji tímahugtök tengd árstíðum og gangi himintungla, svo sem sólarhring, skammdegi og jafndægri þjálfist í að segja frá atburðum í tímaröð, t.d. með því að hlusta á frásögn og endursegja Rýni fái þjálfun í að skrá atburði og athuganir skipulega í sögu- eða atburðabók fái þjálfun í að skrá dagbók, t.d. hvað gert hefur verið í skólanum yfir daginn fái æfingu í að vinna með öðrum að afmörkuðu verkefni Innlifun og víðsýni fái tækifæri til að lifa sig inn í atburði eða umhverfi með því að búa til veruleika í samvinnu við aðra, t.d. sögusvið í sveit, bæ eða borg, á sjúkrahúsi, í skóla eða úr bók sem lesin hefur verið í bekknum kynnist margbreytileika mannlífs og geri sér ljóst að til eru margar þjóðir og kynþættir í heiminum, t.d. með því að heyra frásögn nýbúa af framandi siðum, skoða myndir af ólíku fólki og umhverfi úr myndasafni eða í dagblöðum og tímaritum, taka eftir fréttum af fólki í útvarpi og sjónvarpi eða leita á Netinu Túlkun og tjáning þjálfist í að hlusta og endursegja fái þjálfun í að miðla upplýsingum í samhengi og ákveðinni röð, t.d. tímaröð |