Heimilisfræði
Þrepamarkmið 3. Bekkjar
Nemandi
Næring og hollusta
- læri að morgunverður er undirstaða vellíðunar
og heilbrigðis
- öðlist þekkingu á því hvers vegna
sumar fæðutegundir eru hollar og aðrar óhollar
- geti gert greinarmun á hollum og óhollum drykkjarvörum
Matreiðsla og vinnubrögð
- þekki algeng eldhúsáhöld og viti hvers vegna
þau eru notuð
- geti mælt í heilum og hálfum dl og notað allar
mæliskeiðarnar
- fái þjálfun í að flysja og rífa
niður grænmeti
- fái þjálfun í að fara eftir einföldum
uppskriftum og fyrirmælum
- geti unnið í samvinnu við aðra
- geti gengið frá eftir sig á sínum vinnustað
Matvælafræði
- þekki fæðuflokkana og vinni sérstaklega með
mjólkurflokk
- þekki algengar mjólkurvörur og kynnist ferlinu frá
kú til neytanda (ferli mjólkur)
- þekki mjólkurumbúðir og geti lesið úr
upplýsingum á umbúðum
- viti hvaðan matvælin koma sem unnið er með og geti
þekkt þau, bragðað og snert
- kynnist og bragði á þjóðlegum íslenskum
mat (t.d. sviðum, slátri, hákarli, harðfiski)
- þekki orð og hugtök tengd matargerð fyrri tíma
Hreinlæti
- læri um mikilvægi hreinlætis við matreiðslustörf
(hendur, matvæli, áhöld, borðklútur)
- þjálfist í að þvo upp í höndum
samkvæmt hreinlætiskröfum
Neytendafræði og umhverfisvernd
- þekki hugtakið umhverfisvernd og geti nefnt nokkur dæmi
um hvernig vernda má umhverfið (sápur, hreinsiefni,
eldsneyti, pappír, reykingar, áburður, útblástur
o.fl.)
- viti að hægt er að spara (pappír, umbúðir,
orku o.fl.) og geri sér grein fyrir fjárhagslegri og umhverfislegri
hagkvæmni þess
- viti hvernig flokka má úrgang (sorp) frá heimilum
- geri verðsamanburð á mjólkurdrykkjum, jógúrt
og ávaxtasafa (skólanestisvörur)
- kynnist því að á mjólkurumbúðum
eru ýmsar upplýsingar (innihaldslýsing, dagstimplar
og ýmis fróðleikur)
Aðrir þættir
- kynnist því hvaða störfum þarf að sinna
á heimilum og hver ber ábyrgð á þeim
- temji sér að sýna kurteisi
- temji sér að taka tillit til og virða skoðanir annarra
|