Þrepamarkmið í íslensku fyrir
3. bekk Nemandi Lestur - vinni fjölbreytt verkefni sem stuðla að auknum orðaforða og málskilningi - örvist til að lesa með því að vinna með eigin frásagnir og annarra - hafi greiðan aðgang að fræðibókum, handbókum og skáldverkum fyrir börn, bæði í kennslustofu og á skólasafni - fái tækifæri til verkefnavinnu á skólasafni - fái tækifæri til að lesa ýmsar tegundir texta við hæfi - þjálfist í að velja sér bækur af skólasafni til að lesa sér til ánægju, upphátt eða í hljóði - auki lestrarhraða sinn og efli lesskilning með fjölbreyttum verkefnum - fái tækifæri til að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim - þjálfist í upplestri, bæði undirbúinn og óundirbúinn - fái tækifæri til að gera munnlega og skriflega grein fyrir efni sem hann hefur lesið - sé hvattur til að lesa sem mest - lesi nokkrar bækur ætlaðar börnum á þessum aldri Talað mál og framsögn - þjálfist í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum - öðlist færni í að tjá sig munnlega í leikjum - vinni verkefni sem gera kröfur um að hann tjái sig munnlega - segi frá eigin reynslu - ræði við bekkjarfélaga sína, t.d. þegar upp koma vandamál, og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu - kynni vinnu sína fyrir bekkjarfélögum og foreldrum - segi frá hvernig hann komst að tiltekinni niðurstöðu og geti rökstutt hana - endursegi og/eða lesi sögur og ljóð upphátt - þjálfist í að flytja stuttar undirbúnar frásagnir - geti sagt skipulega frá verkefnum sem hann hefur unnið - fái tækifæri til að flytja texta frammi fyrir hópi, t.d. ljóð eða leiktexta - átti sig á þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu - sé hvattur til að flytja mál sitt skýrt og áheyrilega - fái tækifæri til að syngja algenga íslenska söngva og taki þátt í fjöldasöng, m.a. söngva sem tengjast árstíðunum og hátíðum Hlustun og áhorf - hlusti á upplestur á sögum og ljóðum, bæði sem kennari les og flutt eru á hljóð- eða myndböndum - svari spurningum varðandi efni sem hann hefur hlustað á - hlusti á umræður bekkjarfélaga sinna og haldi athygli í töluverðan tíma - fari í leiki þar sem þess er krafist að hlustað sé á og farið eftir munnlegum fyrirmælum - hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir þeim - horfi á leikþætti og söngatriði ýmist á sviði eða af myndbandi - endursegi efni sem hann hefur hlustað eða horft á - þjálfist í að hlusta á upplestur á sögum og leiktextum eftir íslenska og erlenda höfunda - þjálfist í að hlusta á upplestur ljóða með sterkri hrynjandi, bæði hefðbundinna og óhefðbundinna ljóða Ritun - nái tökum á að draga rétt til stafs - temji sér að nota þá skriftargerð sem honum hefur verið kennd - þjálfist í að stafsetja rétt með margvíslegum verkefnum - æfist í að semja sögur og ljóð og skrifi sjálfur - þjálfist í að lýsa hlutum og athöfnum í nánasta umhverfi í rituðu máli - skrái frásagnir um atburði úr eigin lífi - fái tækifæri til að skrifa sendibréf og póstkort - skrái framvindu og niðurstöður í verkefnum sem hann hefur unnið í öðrum námsgreinum, t.d. í náttúrufræði og samfélagsgreinum - þjálfist í því að gera útdrætti og skrá efni munnlegra og/eða skriflegra frásagna - þjálfist í að skrifa einfaldan texta eftir upplestri - læri að fara eftir nokkrum stafsetningarreglum, t.d. að hafa bil á milli orða, hafa upphafsstafi á eftir punkti og enga upphafsstafi inni í orðum - leggi sig fram um að skrifa vel og vanda allan frágang - auki skriftarhraða sinn með ýmsum verkefnum Bókmenntir - læri nokkrar þekktar vísur og ljóð til söngs og annars munnlegs flutnings - taki þátt í leikrænni tjáningu á bókmenntatexta - fái tækifæri til að lesa eða kynnast á annan hátt sögum, þjóðsögum, ævintýrum, dæmisögum og skopsögum - kynnist markvisst skólasafni og fái aðstoð við að velja bækur á safninu - þjálfist í að fá bækur að láni á skólasafni - kynnist verkum valinna íslenskra rithöfunda - þjálfist í að ræða um bókmenntaverk sem hann hefur hlustað á - fái tækifæri til að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar miðað við lestrargetu og áhuga - geri sér grein fyrir hugtökum eins og söguþráður og sögulok Málfræði - þekki hugtökin bókstafur, orð og setning - þjálfist í að þekkja og greina samheiti, andheiti, sérnöfn og samnöfn - átti sig á mun sérhljóða og samhljóða - geri sér nokkra grein fyrir orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð - átti sig á því hvernig orð geta verið samsett úr tveimur eða fleiri orðum - fái fjölbreytt tækifæri til að nota tungumálið - átti sig fallbeygingu nafnorða - kannist við hvaða orðmynd er uppflettimynd nafnorðs og geti nýtt sér það við notkun orðabóka - fái tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt, t.d. með rími og orðaleikjum |