N áttúrufræði
Markmið og leiðir
3. bekkur 2004 - 2005
|
Úr eðlisvísindum
|
Markmið
- geri athuganir á því hvað gerist þegar
ýmis efni eru leyst upp í vatni
- geri athuganir á því hvað gerist með
hluti af mismunandi gerð og lögun, t.d. úr plasti, viði,
járni, korki, leir eða steini, þegar þeir eru
settir í vatn
- geri athuganir á því hvað gerist þegar
hlut er ýtt eða hann dreginn með mismiklum krafti og
á mismunandi yfirborði
- geri athuganir sem sýna hvernig mismunandi kraftur getur breytt
lögun efna, s.s. svamps, leirs, pappírs, gorms eða teygju
- tengi saman einfaldar straumrásir
- geri athuganir sem sýna að sumir hlutir leiða rafmagn
en aðrir ekki og átti sig á hver eru sameiginleg einkenni
þeirra hluta sem leiða rafmagn
- skoði rafmagnstæki sem t.d. gefa hljóð, hita
eða ljós og ræði um hvaða tilgangi þau
þjóna í lífi okkar
- kanni orkuþörf ýmissa tækja, s.s. bíla,
síma, útigrilla, úra, reiðhjóla
Leiðir
|
Úr jarðvísindum
|
Markmið
- þekki að það tekur langan tíma fyrir sólarljósið
að berast til jarðarinnar og að sá tími er
mældur í ljósárum
- búi í samvinnu til líkan af sólkerfinu
- þekki að tunglið orsakar sjávarföll
- skoði og fjalli um áhrif vatns á ýmis jarðefni,
s.s. myndun polla og útlit fjallshlíða
- skoði og fjalli um áhrif vinda á ýmis jarðefni,
s.s. uppblástur og sandöldur
- þekki mótunaráhrif hafsins á fjöruna,
þ.e. hvernig fjörusteinar og berg mótast
ánna, þ.e. hvernig ármöl mótast og beri
hana saman við fjörumöl
- geti spáð fyrir um breytingar á umhverfi við
mismunandi veðurskilyrði
- skilji algengustu veðurtákn sem notuð eru í
veðurlýsingum
- ræði um hvaða hlutverki veðurspár gegna
í íslensku samfélagi og hvaða tækni er
beitt við veðurmælingar
- þekki að jörðin er byggð upp af
- kjarna
- möttli
- jarðskorpu
- hafi
- lofthjúp
- æfi viðbrögð við mögulegum náttúruhamförum
í heimabyggð sinni, s.s. jarðskjálfta, flóði,
snjóflóði, eldgosi
- þekki þekktar eldstöðvar
- í heimabyggð sinni
- á Íslandi
- þekki að hraun rennur yfir eldri jarðlög, það
yngsta er efst og elsta neðst
Leiðir
- Þema um land
- Umræður um veðrið
|
Úr lífvísindum
|
Markmið
- átti sig á hvað það er sem einkennir
lifandi verur og greinir þær frá lífvana hlutum,
s.s. hreyfing, næringarnám, vöxtur og æxlun
- átti sig á að allar lífverur þurfa
vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa
- þekki og geti nafngreint
- íslensk spendýr á landi
- helstu fugla í heimabyggð
- algeng smádýr
- geri athuganir á því hvernig eiginleikar ákveðinnar
lífveru henta í því umhverfi sem hún
býr í
- af eigin raun
- með hjálp gagna, s.s. myndbanda, bóka og tölvuforrita
- ræði og athugi hvernig lífverur, t.d. snjótittlingar,
lifa af veturinn á Íslandi
- kanni eigin lífsvenjur og meti hvort þörf sé
úrbóta, s.s. á mataræði, svefni, hreinlæti
og umgengni
- þekki hvernig dýr annast afkvæmi sín samanborið
við manninn
Leiðir
- Þema um land
- Þema um Dýr, fugla og smádýr
|