Markmið og leiðir
Upplýsingamennt
3. Bekkur


Tæknilæsi

Markmið

  • geri greinarmun á kennsluforritum og leikjum
  • geti framkvæmt einfalda leit í tölvuorðabókum
  • geti sótt efni á vef skólans og Neti
  • kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði sem notaðir eru í staðinn fyrir mús, s.s. færsluhnapp, örvalykla og lykla til að opna og loka forritum

Leiðir

  • Vinna með mismunandi forrit
  • Verkefni í vali
  • Verkefni sem tengjast þemaverkefnum eins og vinna með ljósmyndir og stuttmynda gerð
  • Vinna á ákveðnum verkefnum á vefnum

 

Upplýsingalæsi

Markmið

  • þekki hlutverk einstakra hluta bókar, s.s. bókarkápu, kjalar, titilblaðs, efnisyfirlits, atriðisorðaskrár
  • geti leitað eftir efnisyfirliti og atriðisorðaskrá
  • kunni að nota orðabækur
  • geti leitað eftir efnisorðum á Interneti eða vef skólans
  • læri grunnatriði í heimildavinnu; það felur í sér að nemandi geti
    - mótað spurningar út frá efni
    - nálgast þau gögn sem þarf að nota
    - aflað heimilda, flokkað, greint og varðveitt á skipulegan hátt
    - unnið úr upplýsingum og raðað saman efni þannig að það myndi eina heild
    - gert grein fyrir niðurstöðum sínum
    - skráð heimildir

Leiðir

  • Búa til bækur í tengslum við þemaverkefni
  • Fletta upp orðum í orðabókum
  • Finna orð í orðabókum í tölvunni
  • Leyta að upplýsingum um ákveðið efni á Netinu þar sem nemendur þurfa að taka saman texta og kynna fyrir bekkjarfélögum. T.d. verkefni í þema um tré
Menningarlæsi

Markmið

  • þekki mismunandi tegundir bókmennta, s.s. ævintýri, þjóðsögur, ljóð, þulur, myndabækur, skáldsögur og teiknimyndasögur
  • hafi kynnst íslenskum og erlendum barnabókahöfundum og verkum þeirra
  • hafi reglulega fengið lánaðar bækur og önnur gögn á skólasafninu
  • þekki helstu söfn í næsta nágrenni við skólann

Leiðir

  • Lesa mismunandi bækur og fjalla um þær
  • Fá rithöfund í heimsókn
  • Fjalla um höfunda bókanna sem við lesum
  • Þema verkefni um Ásmundarsafn