Samfélagsfræði
4 . bekkur
2005 - 2006
Korpuskóli
Þrepamarkmið í samfélagsfræði, 4. bekkur

Nemandi

Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi

  • þekki nokkra drætti í breyttri stöðu kynjanna, barna, unglinga og aldraðra og geti rætt hvernig þessar breytingar koma fram í fjölskyldum
  • beri saman fjölskyldulíf hér á landi nú við það sem gerist annars staðar og á öðru tímaskeiði sögunnar
  • öðlist skilning á því að hvaða leyti fjölskyldan er grunneining í samfélagi manna og hvaða sammannlegum þörfum hún sinnir
  • Skóli og heimabyggð
  • þekki fáein atriði íslenskrar skólasögu, svo sem heimafræðslu, farskóla og heimavistarskóla
  • þekki til nokkurra atriða í þróun heimabyggðar, t.d. byggingaframkvæmda og fleiri manngerðra breytinga á umhverfinu
  • Land og þjóð
  • þekki íslenskar þjóðsögur og lesi úr þeim fróðleik um íslenska þjóðtrú og þjóðhætti fyrr á öldum
  • þekki nokkrar valdar persónur og atburði í Íslendingasögunum
  • þekki nokkrar valdar persónur og atburði í sögu þjóðarinnar, t.d. í heimabyggð
  • geti borið saman það sem er líkt/ólíkt, t.d. í húsakosti, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, leikjum barna, siðum og venjum, nú og á öðru tímaskeiði, t.d. á síðustu öld
  • öðlist skilning á því hvað hafið og lega landsins hefur haft að segja um lífsafkomu þjóðarinnar fyrr og nú
  • Heimsbyggð
  • kanni og geti gert grein fyrir nokkrum uppfinningum og tækninýjungum og áhrifum þeirra á samgöngur og samskipti í heiminum, t.d. gufuvél, bíl, flugvél, prenttækni, rit- og talsíma, gervitunglum og tölvutækni
  • beri saman ólík menningarsvæði í heiminum, t.d. í köldu og heitu loftslagi

Leiðir
Vinna þemaverkefni um landnámið Leifur Eiríksson
Vinna með og lesa þjóðsögur

Mat
Verkefni nemenda metin með umsögnum þar sem horft verður til samstarfs í hópavinnu og vinnubragða í verkefna vinnu.