Korpuskóli
4 - bekkur
Stærðfræði
Námsskrá, markmið, leiðir og mat
|
|
Stærðfræði og tungumál
- Safna gögnum í tengslum við rannsóknir
og kannanir í öðrum fögum og útbúa töflur og súlurit.
- Nota stærðfræðihugtök til að lýsa hlutum
- Semja sögur um stærðfræði.
- Útskýra fyrir bekkjarfélögum og kennara
hvernig einstaklingurinn leysir verkefnin.
- Taka þátt í umræðum um stærðfræðileg
hugtök.
|
|
Lausnir verkefna
- Kynnast aðferðum við að einfalda verkefni
til dæmis setja á svið, giska á lausn, leita að mynstri.
- Prófa lausnir.
- Leysa þrautir þar sem beita þarf útreikningum
til að leysa vandann.
- Vinna með tölvuforrit þar sem leysa þarf
þrautir.
|
|
Röksamhengi og röksemdafærslur
- Fara í leiki sem reyna á talnavinnu.
- Temja sér að nota þekktar staðreyndir
til að álykta út frá.
- Gefa fyrirmæli og fara eftir fyrirmælum.
|
kg
m
cm
g |
Tengsl við daglegt líf og önnur svið
- Reikna út hvað þarf mikið af efni í ákveðin
verkefni.
- Vinna með tímaáætlanir og lesa úr einföldum
töflum. t.d almennings faratækja.
- Vinna með staðaleiningarnar m, cm og
g og kg.
|
|
Tölur
- Skrá háar tölur og brot í tengslum við
mælingar.
- Skoða hvernig hægt er að mynda mynstur.
|
|
Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat
- Leysa verkefni úr daglegu umhverfi sínu
þar sem þarf að leggja saman, draga frá, margfalda eða deila.
- Skoða mynstur í margföldunartöflum.
- Nota talnalínu til að skoða eðli reikniaðgerða.
- Nota talnalínu til að skoða andhverfar
aðgerðir t.d margföldun og deilingu.
- Þjálfast í að finna ólíkar leiðir við
lausn, það eru margar leiðir að sömu lausninni.
- Noti þekkingu á tugakerfinu við hugarreikning.
- Námunda við næsta tug eða hundrað.
- Leiðir t.d. bera saman 4 sinnum og 6
sinnum margföldunartöfluna. Hvaða tölur eru í báðum?
|
% |
Hlutföll og prósentur
- Skipta ákveðinni lengd í tvo eða fleiri
hluta.
- Skoða peninga frá öðrum löndum og verðgildi
þeirra.
- Stækka og smækka flatarmyndir t.d. á
pinnabretti.
- Skoða mynstur í myndum og vinna með það.
- Finna 1%, 50% og 100% af stærð eða fjölda
sem nemandinn þekkir vel.
|
|
Mynstur og algebra
- Kynnast notkun bókstafa fyrir tölur t.d.
með því að gera töflur yfir n, n+1, n+n o.s.frv. fyrir mismunandi
gildi á n.
|
|
Rúmfræði
- Teikna flatarmyndir t.d þríhyrninga,
rétthyrninga og noti hugtökin punktur, hlið, horn o.s.frv. rétt.
- Þekki rétt og gleið horn.
- Mæla yfirborð hluta með mismunandi mælitækjum
t.d einingakubba eða rúðunet.
- Mæla rúmmál umbúða með því að nota eininga
kubba.
- Fylgja leið á landakorti eftir leiðbeiningum
og leita að ákveðnum stöðum.
|
|
Tölfræði og líkindafræði
- Gera rannsóknir á umhverfi sínu, flokka
og skrá og setja upp einfaldar myndir.
- Spila spil þar sem byggja þarf á líkum.
(Stuðst við Námskrá í stærðfræði geifn út af Menntamálaráðuneytinu,
1999)
|
|
Leiðir
- Vinna í stærðfræðibækur
- Spila
- Tölvuleikir
- Ýmis verkefni
|
|
Bækur
- Eining 7
- Eining 8
- Fjölrituð verkefni tengd Einingu 7 og
8
- Viltu reyna bækurnar
- Merkúríus
- Spil sem fylgja einingu
- Fjölrituð verkefnahefti
- Þrautalausnir
- Við stefnum á margföldun
- Við stefnum á deilingu
|
|
Mat
- Símat
- Kannanir
- Samræmt próf í oktober
|
|
|