Kristinfræði
4. bekkur
Korpuskóli
2005 -2006

 

Þrepamarkmið 4. Bekkjar

Nemandi

 • kynnist frásögunum af Móse, dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi og brottförinni þaðan og öðlist skilning á merkingu páskahátíðar Ísraelsþjóðarinnar
 • þekki aðdragandann að fæðingu Jesú, svo sem frásögurnar af fæðingu Jóhannesar skírara, boðun Maríu og jólaguðspjall Lúkasar
 • þekki sögu aðventukransins og jólatrésins, táknræna merkingu og siði tengda þeim
 • kynnist enn frekar frásögum úr Nýja testamentinu, m.a. frásögunum af skírn Jesú, brúðkaupinu í Kana, ekkjunni í Nain, lækningum Jesú á hvíldardegi, faríseanum og tollheimtumanninum, miskunnsama Samverjanum, ríka unglingnum og vakningu Lasarusar frá dauðum
 • auki þekkingu sína á dauða og upprisu Jesú, t.d. með kynnum af frásögum af yfirheyrslunum yfir Jesú og dauðadómnum, sögunni af ferð kvennanna að gröfinni á páskadagsmorgni og þekki frásöguna af því þegar Jesús birtist lærisveinum sínum við Tíberíasarvatnið eftir upprisuna
 • þekki frásöguna af atburðum hvítasunnudags og geri sér grein fyrir merkingu hans fyrir kristna kirkju
 • kunni skil á kirkjuárinu, helstu hátíðum og merkingu ólíkra lita í helgihaldinu
 • heimsæki kirkju og þekki nokkur trúarleg tákn og merkingu þeirra, kunni skil á guðsþjónustunni og helstu kirkjulegum athöfnum svo sem skírn, fermingu, hjónavígslu og útför
 • kynnist enn frekar íslenskri sálmahefð og trúarlegri tónlist og myndlist

Leiðir

 • Lesa saman kristinfræðibókina Birtan
  í nóvember og desember (Lesið, spurt og spjallað)
 • Vinna verkefni tengd bókinni (þemaverkefni eða vinnubók)
 • Lesa í kringum páskana ákveðna kafla. (lesið spurt og spjallað)
 • Þema um tónlist og myndlist tengd trúnni

Mat
Verkefni nemenda metin með umsögnum þar sem horft verður til samstarfs í hópavinnu og vinnubragða í verkefna vinnu.