Lífsleikni
4. bekkur
2005 - 2006
K
orpuskóli

Þrepamarkmið 4. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll

Nemandi

 • sé fær um að túlka mismunandi tilfinningar
 • virði leikreglur í hópleikjum
 • geti bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan hans
 • geti velt fyrir sér jafnréttishugtakinu út frá ýmsum sjónarhornum, t.d. jafnrétti á milli manna og dýra, á milli forstjóra og starfsmanna, barna og fullorðinna
 • þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt, t.d. með orðum eða látbragði
 • geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða
 • geti túlkað hlutverk fjölskyldumeðlima í ólíkum fjölskyldugerðum
 • geti lýst þörfum einstaklinga við ýmsar aðstæður og hvernig hægt er að koma til móts við þær, t.d. klæðnaður miðað við aðstæður, næring út frá orkuþörf
 • sé fær um að setja sér markmið að eigin frumkvæði, t.d. hvenær hann ætlar að ljúka við heimanám eða taka til
 • geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim, t.d. hippa, öldungi, barni, nýbúa, ljósmóður, kennara, fatlaðs manns og bónda

 

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning

Nemandi

 • kunni umferðarreglur og umferðarmerki fyrir gangandi vegfarendur
 • þekki vel öruggustu leið sína í skólann og beri sig rétt að við gangbrautir og götuljós
 • þjálfist í notkun reiðhjóls sem leiktækis á leiksvæðum og stígum
 • læri að lesa leiðbeiningar og skilaboð af skiltum
 • læri að afla upplýsinga um símanúmer
 • þjálfist í að nota almenningsvagna undir leiðsögn fullorðinna
 • geri sér grein fyrir hættum á heimili sínu og í nágrenninu

Leiðir

Umræður og verkefni í vinnubækur
Daglegt skólalíf