Námsefniskynning
Praktískir hlutir
- Tilkynna veikindi eða leyfi
- Þarf að
sækja um til skólastjóra ef um lengra leyfi er að ræða á þar til gert
eyðublað
- Afmæli
– við stjórnum því ekki en mikilvægt ef það er verið að bjóða mörgum úr
bekknum t.d að bjóða þá öllum stelpunum eða öllum strákunum svo enginn verði
útundan og það myndist góður mórall í bekknum. (Eða öllum bekknum)
- Skólapósturinn skila umslaginu daginn eftir – muna að kvitta á
umslagið að það hafi verið tekið á móti póstinum – við skráum allt varðandi
hann hjá okkur.
- Merkja
fatnað nemenda vel og ef eitthvað tapast þá er hægt að athuga með tunnuna
frammi eða athuga hjá húsverði.
- Svefntími – mikilvægt að vera vel úthvíldur
- Endielga að hafa samband ef það er eitthvað – ekki geyma, taka á
hlutunum jafnóðum.
Násefni og leiðir
- Stærðfræði – við notum bókina Kátt er í
kynjadal þar sem farið er í mynstur, form og hugtök eins og stærri en og minni
en
- Eining
1 og Eining 2 og fylgiblöð með því námsefni.
- Samfélags- og náttúrufræði verður skipt í
þemu þar sem við fjöllum um nánasta umhverfi, skólann, umferðina, árstíðir Þau
sjálf og líkamann, ævintýri og þjóðsögur, ljós og skugga og rannsóknir á lofti, vatni Bækur sem við nýtum okkur í
samfélagsfræðinni eru Komdu og skoðaðu líkamann og skólabókin mín sem flettast
inn í þemaverkefni.
- Lífsleikni
- Flettast inn í daglegt starf og þar með
talin samskipti nemenda í hópvinnu.
- Íslenska Það er leikur að læra, lestrarbók, vinnubók eitt og vinnubók tvö,
skrifa bókstafinn í úrklippubók, skriftabók og verklega eins og að leira. Við
notum létt lestrarbækur t.d. úr flokknum Listin að lesa og skrifa ásamt öðrum
bókum. Nemendur fá það hlutverk að kenna apanum Lúlla að læra stafina hann er
nú þegar búin að læra Á,á og A,a
- Heimanám verður byggt á að lesa heima, skrifa
í skriftabók, skrifa sögu, reikna þrautalausna dæmi og spila eða að fara í
gönguferð með foreldrum. Heimanámið á að taka hámark 10 – 15 mínútur, gott að
fá að leika sér fyrst og fara síðan að læra.