Lífsleikni 3. bekkur 2004 – 2005

Samþætting námsgreina tengt fjölgreindakenningu Gardners

Skipulag
1. Innlögn – kveikja t.d. leikþættir úr námsefninu Gaman saman og lesa saman í Spor 2 eða góð saga
   (sjá kennslustundir hér fyrir neðan) (sjálfsþekkingagreind)
2. Upplifanir – leikræn tjáning (hreyfing og samskiptagreind)
3. Skriftarverkefni, krossgátur, raða í stafrófsröð, stafarugl... (málgreind)
4. Syngja ýmsa söngva sjá kennsluleiðbeiningar með Spor 2 (tónlistagreind)
5. Kennarinn eða nemendur búa til dæmi sem fer í bók 1 (rök og stærðfræðigreind)
6. Teikna bókarkápu á bók 1, sig sjálfan.
    a)Teikna reiði á eitt blað
    b)Teikna gleði á eitt blað
    c)Teikna sorg á eitt blað
Þessar teikningar geta verið forsíða bæði utan og innan og síðan baksíða á bók 2. Plasta síðurnar. (Rýmisgreind)
Bók 1
Búa til bók með tveimur A4 blöðum og þykkum pappír fyrir forsíðu. Binda saman með bandi.
Teikna mynd af sér sjálfum á forsíðuna

Efnisyfirlit
Bls. 1 Tjáskipti, Hvers þarf að gæta þegar við tölum saman?
Bls. 2


Bók 2
Skriftar verkefni sem eru unnin í fyrstu tímum á morgnanna t.d. skrift, orðarugl, raða eftir stafrófsröð, krossgátur og svo framvegis.
Safna verkefnunum í plast vasa og í lok vetrar setja saman í bók.

Kennslustund 1 – Sjálfsþekkingagreind, málgreind og hreyfigreind
Staður Regnbogaland
1. Setja upp orðið tjáskipti í miðjuna á töflunni setja síðan blöðrur sem tengjast orðinu, a) líkaminn
b) hvað segir maður? c) röddin
spyrja síðan hvað vitum við um tjáskipti? Skrifa inn í blöðrurnar hugmyndir barnanna (Upphaf allra lífsleikni tíma er á þennana hátt)

2. Kennari leikur leikþátt úr möppunni Gaman saman bls. 16 – 17 veltir upp spurningum til umræðna á sömu blaðsíðum

3. Hópverkefni – leikræn tjáning verkefni Hittu mig og heilsaðu mér bls. 18 í möppunni Gaman saman
Skipta nemendum í 5 hópa, þau fá 5 mínútur til að æfa sig á verkefninu. Síðan eiga þau að koma aftur saman til að sína hinum.

4. Skrifa aftur orðið tjáskipti á töfluna og blöðrur sem tengjast orðinu, a) líkaminn
b) hvað segir maður? c) röddin
spyrja síðan hvað vitum við um tjáskipti?
Skrifa inn í blöðrurnar hugmyndir barnanna. Sjá muninn í upphafi kennslustundar og í lok kennslu.

5. Vinna síðan í bók1 um tjáskipti bls. 1

Kennslustund 2 - Sjálfsþekkingagreind, málgreind og hreyfigreind
1. Að kynna sjálfan sig

2. Kennari leikur leikþátt úr möppunni Gaman saman bls. 21– 2 veltir upp spurningum til umræðna á sömu blaðsíðum

3. Hópverkefni – verkefni bls. 25í möppunni Gaman saman
Allir draga miða með nöfnum á ævintýra persónum og kynna sig síðan fyrir öllum.

4. Setja aftur upp miða á töfluna og fylla inní hana með nýrri vitneskju

Kennslustund 3– Sjálfsþekkingagreind, málgreind og hreyfigreind


1. Setja upp orðið hlusta á miðjuna á töflunni setja síðan blöðrur sem tengjast orðinu, a) líkaminn
b) Hvernig? c) röddin
(Muna að setja upp spjald 1 úr möppunni)

2. Kennari leikur leikþátt úr möppunni Gaman saman bls. 26 – 27 veltir upp spurningum til umræðna á sömu blaðsíðum

3. Hópverkefni – leikræn tjáning verkefni Fréttamaður á ferðalagi bls. 28 í möppunni Gaman saman (ljósrita blað 4 úr möppu)
Skipta nemendum í 2 hópa, hafa eitthvað fyrir hljóðnema, þau velja sér ákveðinn hlut til að segja frá. Eiga að segja frá einhverju tvennu.

4. Hvað lærðum við?


Kennslustund 4– Sjálfsþekkingagreind, málgreind og hreyfigreind

1. Setja upp orðin taka þátt í samræðum á miðjuna á töflunni setja síðan blöðrur sem tengjast orðinu, a) líkaminn
b) Hvernig? c) röddin
(Muna að setja upp spjald 1,2 og 3 úr möppunni)

2. Kennari leikur leikþátt úr möppunni Gaman saman bls. 30 – 31 - 32 velta upp spurningum til umræðna á sömu blaðsíðum

3. Búa til sögu saman, allir skrifa eina setningu um Birni síðan röðum við þeim saman í eina sögu

4. Hvað lærðum við?

Kennslustund 5– Sjálfsþekkingagreind, málgreind og hreyfigreind

1. Setja upp orðin að hefja samtal á miðjuna á töflunni setja síðan blöðrur sem tengjast orðinu, a) líkaminn
b) Hvernig? c) röddin


2. Kennari leikur leikþátt úr möppunni Gaman saman bls. 35– 36 velta upp spurningum til umræðna á sömu blaðsíðum

3. Leikur - verkefni Að tala saman bls. 37
samtal við Lárus bls. 38

4. Hvað lærðum við?

5. Vinna í bók 1 bls. 2 - notað sem námsmat.
a) Hvað þurfum við að hafa í huga þegar við kynnum okkur?
b) Hvað þurfum við að hafa í huga þegar við hlusutm?
c) Hvað þurfum við að hafa í huga þegar við tökum þátt í samræðum?
d) Hvað þurfum við að hafa í huga hefjum samtal?

 

Námsmat
Bók 1 verður matstæki þar sem skoðuð verður vitneskja nemenda.
Síðan skoða að nota gátlista sem er ljósritunarblað 1 í möppunni Gaman saman