Ársáætlun skipulag og leiðir
3 . bekkur 2004 - 2005

Á morgnana er:

  1. Nafnakall
  2. Hlustun og tjáning (lífsleikni - samfélagsfræði)
  3. Nemendur lesa fyrir sjálfa sig og vinna í vinnubækur ca.í 20 mínútur
  4. Stærðfræði sprettur ca. 20 mínútur á dag
  5. Vinna í vinnubækur í íslensku ca. 20 mínútur á dag
  6. Nemendur lesa fyrir kennarann

Í lok hvers dags verður um spjall um:
1. Hvað við gerðum í dag
2. Hvað við lærðum í dag í tengslum við fjölgreindarkenninguna
3. Þakka fyrir daginn og kveðja (lífsleikni)

Kennt verður í lotum eins og í fyrra.
Í allri þemavinnu verður samþætting námsgreina þar sem íslenska og stærðfræði eru stór hluti af verkefnum. Áhersla verður á skapandi vinnu t.d. með því að búa til bækur líkt og í fyrra.

Vinna áfram með þróunarverkefni í tengslum við ævintýralega kennslustofu og fjölgreindarkenningu Gardners.

Ágúst
  1. Koma okkur fyrir í stofunni
  2. Stutt þema um Ólympíuleikana
September
  1. Þema um tré
  2. Dagur stærðfræðinnar byggt úr dagblöðum.
Október
  1. Þema um Ásmund Sveinsson
Nóvember
  1. Þema um kristinfræði
  2. 16. nóv. dagur íslenskrar tungu
Desember
  1. 1. desember (samfélagsfræði) .....
  2. Áhersla á róleg heit og lestur
Janúar
  1. Þema hvernig varð landið okkar til
Febrúar
  1. Þema mótun samfélgs á "landinu okkar" (Áframhald frá því í janúra)
Mars
  1. Þema um páskana (Kristinfræði)
Apríl
  1. Þema um dýr, fugla og smádýr
Maí
  1. Vinna upp og klára ýmis verkefni
  2. Námsmat
Júní *Útikennsla
*Leikjadagur
*Skólalok