Námsefniskynning

3. bekkur 2004 - 2005

 

Praktískir hlutir

 

 

Námsefni og leiðir

 

Stærðfræði Við nýtum okkur einingakubba í stærðfræðinni, talnagrindur og önnur mælitæki.
Við notum Einingu 5 og 6 og ýmis fjölrituð hefti
Vasareikni hefti sem við notum með vasareikninum
Við erum að vinna með plús, mínus, stærra en minna en jafntog, margföldun, talnarunur
Við notum sögur við hugarreikning – rökhugsun
Við vinnum með mynstur, form, speglun og súlurit
Við notum reglustikur, dl mál, málband og hitamæli
Við nýtum okkur einnig tölvuforrit til að vinna með stærðfræðina td. Bogi blýantur, talnaflísar og fl.

Við vinnum mest í hringekju með Eininga bækurnar og fylgiverkefni.

Þau nota líka Viltu reyna bækurnar og við setfnum á margföldun þar sem þau meiga fara eins hratt og þau vilja.

Íslenska 
Við notum létt lestrarbækur, Þau eru að vinna í vinnubók með lestrarbókinni Lesum saman 1,


Ég les fyrir þau framhaldssögur og ævintýri eða við hlustum á hljóðsnældur í nestistímum.
Þau hlusta á hvert annað segja frá – æfing í framsögn – tjáningu og hlustun í regnbogalandi.
Við skrifum í skriftarbækur og þemahefti

Þau vinna í verkefnabækurnar Litla Ritrún og Tvist. Sum eru að klára Pínulitlu Ritrúnu og Ás. Þau mega halda áfram eins og þau vilja í þessum bókum.
Við notum líka verkefni sem tengjast bókinni Orðaskyggnir

Einnig notum við fjölrituð hefti og efni sem tengist ákveðnum þemum.
ÞEir nemdnur sem þurfa einfaldari verkefni fá þau í samráði við sérkennara. Foreldra sem það á við um vita hverjir það eru og vinnum við það í samráði, foreldra, kennari og sérkennari.