Námsefniskynning
3.
bekkur 2004 - 2005
Praktískir hlutir
- Tilkynna veikindi eða leyfi
- Það þarf að sækja um leyfi til skólastjóra ef um
lengra frí er að ræða, á þar til gert eyðublað
- Skólapósturinn skila umslaginu daginn eftir – muna að kvitta á umslagið
að það hafi verið tekið á móti póstinum
- Merkja fatnað nemenda vel og ef eitthvað tapast þá er hægt að athuga
með tunnuna frammi eða athuga hjá húsverði
- Svefntími – mikilvægt að vera vel úthvíldur
- Borða góðan morgunmat
áður en þau koma í skólann
- Endilega að hafa samband ef það er eitthvað – ekki geyma, taka á
hlutunum jafnóðum
Námsefni og leiðir
Stærðfræði Við nýtum okkur einingakubba
í stærðfræðinni, talnagrindur og önnur mælitæki.
Við notum Einingu 5 og 6 og ýmis fjölrituð hefti
Vasareikni hefti sem við notum með vasareikninum
Við erum að vinna með plús, mínus, stærra en minna en jafntog, margföldun,
talnarunur
Við notum sögur við hugarreikning – rökhugsun
Við vinnum með mynstur, form, speglun og súlurit
Við notum reglustikur, dl mál, málband og hitamæli
Við nýtum okkur einnig tölvuforrit til að vinna með stærðfræðina td. Bogi blýantur, talnaflísar og fl.
Við vinnum mest í
hringekju með Eininga bækurnar og fylgiverkefni.
Þau nota líka
Viltu reyna bækurnar og við setfnum á margföldun þar
sem þau meiga fara eins hratt og þau vilja.
Íslenska
Við notum létt lestrarbækur, Þau eru að vinna í vinnubók
með lestrarbókinni Lesum saman 1,
Ég les fyrir þau framhaldssögur og ævintýri eða við hlustum á
hljóðsnældur í nestistímum.
Þau hlusta á hvert annað segja frá – æfing í framsögn – tjáningu og hlustun
í regnbogalandi.
Við skrifum í skriftarbækur og þemahefti
Þau vinna í verkefnabækurnar Litla Ritrún og Tvist.
Sum eru að klára Pínulitlu Ritrúnu og Ás.
Þau mega halda áfram eins og þau vilja í þessum
bókum.
Við notum líka verkefni sem tengjast bókinni Orðaskyggnir
Einnig notum við
fjölrituð hefti og efni sem tengist ákveðnum þemum.
ÞEir nemdnur sem þurfa einfaldari verkefni fá þau
í samráði við sérkennara. Foreldra sem það
á við um vita hverjir það eru og vinnum við það
í samráði, foreldra, kennari og sérkennari.
- Samfélags-, landa-, og náttúrufræði
Er byggt á nokkrum mismunandi þemum. Sem eru samþætt
við allar aðrar námsgreinar. Þemun sem við tökum
fyrir er þema um tré (tengist Einingu - stærðfræði
- tengjum það líka textíl og smíðum -
jafnvel myndlist), þema um Ásmund Sveinsson ('I samvinnu við
myndlista kennarann og jafnvel smíðakennarann), þema um
uppbyggingulands - sem er stórt þema, mjög margt blandast
þar inní. KEm til með að nýta mér bækur
úr flokkinum komdu og skoðaðu - Land og þjóð,
fjöll og kannski bíllinn (Þegar þessar bækur
verða teknar verða þær notaðar í heimalestur)
- Kristinfræði verður kennt í þema
við notum bókina Stjarnanan - sem kemur þá til með
að verða lestrarbókin þeirra og þau eiga þá
gjarnan að lesa ákveðna kafla heima.
- Lífsleikni - Flettast inn í daglegt starf og þar með talin samskipti nemenda
í hópvinnu. Í vetur ætla ég einnig að nota kennsluefnið
Gaman saman og janfvel Spor. Er að velta fyrir mér að hafa
lífsleiknitíma í síðustu tímum á
föstudögum.
- Heimilisfræði þar klárum við verkefni úr bókinni
Holt og gott fyrir 2. bekk. B+úum til ávasta og grænmetissalta.
- Upplýsingatækni Við komum til með
að nýta okkur bókasafnið hér í skólanum
og hvet ég ykkur til að fara með nemendum á bókasafn.
Þau geta líka farið í bókabílinn.
Ég hef hugsað mér að halda áfram að hafa
tölvur í vali. Einnig ætla ég að blanda tölvunum
inn í þemaverkefnin þar sem þau þurfa að
taka ljósmynd og búa til litla einfalda stuttmynd t.d. í
þemanu um tré. Einnig ætla ég að nýta tíman á
meðan helmingurinn af bekknum er í sundi til að fara í
fingrasettningu, þá komum við til með að nota okkur
tölvuverið.
- Heimanám verður lestur daglega. Heimalesturinn á alltaf að vera í töskunni með kvittunarblaðinu.
Lestur er eina heimanámið því mikilvægt að
því sé vel fylgt eftir heiman að frá. Ef
þið viljið meira af heimanámi þá hafið
samband við mig fyrir hvern og einn og ég læt ykkur fá
verkefni.
Stundum koma til með að vera send heim ákveðin verkefni
til viðbótar. Er að velta fyrir mér að senda heim
það sem ekki klárasrt í tímum...
Ég kem til með að senda þau heim með spurningar
til íhugunar, þegar við byrjum á nýjum verkefnum.
Þá ætlast ég til að þau fari að
velta fyrir sér ákveðnu viðfangsefni. t.d bað
ég þau um að segja mér hvaða tré væri
uppáhalds tré í garðinum þeirra og þau
mættu leyta á Netinu að upplýsingum um tréð
á Netinu ef mamma og pabbi leyfðu það.
- Dagskipulag
Dagarnir byrja alltaf eins hjá okkur nema á föstudögum
þá mæta þau beint í leikfimi. Eru mætt
8:20 og þurfa að drífa sig í sturtu eftir tíma
og eins fljótt til baka aftur og hægt er til að ná
í tónmennta tíma.
Sem sagt við byrjum á að taka upp heimalestrarbækurnar
okkar og setjum á borð hornið. síðan ná
þau í lestarbókina lesum saman og vinnbókina
með því. Þau vinna í þessa bók
í 20 mínútur, síðan eiga þau að
vinna í stærðfræði sprettum.. eða Viltu reynabókunum
í aðrar 20 mínútur og þar á eftir
síðustu 20 mínúturnar sem fara í að
vinna í Litlu ritrún og síðar í vetur í
Tvist. síðan drekkum við og förum í frímínútur.
Á meðan á þessum lotum stendur eru þau að
koma upp að kennara borði til mín og lesa.
Sérkennarinn kemur oftast inn á þessum tíma eða
tekur nemendur úr tímum og er með þá hjá
sér.
- Samvinna
Við erum í samvinnu við
2. bekk í vetur. Þá erum við þrjár
með báða bekkina þ.e. Ingibjörg, Þuríður
og ég. Við skiptum þeim í 15 manna hópa.
Ég tek einn hópinn og fer með þau upp í tölvuver
í tölvur þar æfum við okkur í fingrasettningu.
Þessi tími er í lok dags á þriðjudögum.
- Hringekjur - stöðvavinna
Síðan verðum við
á kafi í hringekjum - eða stöðvavinnu með
ýmis þemaverkefni. Einingabækurnar eru einnig settar
upp í hringekjur og þemu. Þau koma einig til með
að fá að fara í vali sem er þá einskonar
gulrót.
- Þróunarverkefni
Ég held áfram með þróunarverkefnið frá
því í fyrra sem er annarsvegar að gera kennslustofuna
ævintýralega og hinsvegar að tengja fjölgreindarkenninguna
við námsefnið - samþætta námsgreinar með
tilliti til fjölgreindarkenninguna.
Ég hef verið að kynna verkefnið okkar fyrir öðrum
kennurum og stjórnendum grunnskólanna.
- Markmið með fjölgreindarkenningunni
1. Að nemendur fái að vinna með allar greindir
2. Að nemendur fái
fjölbreyttar kennsluaðferðir
3. Að nemendur verði
meðvitaðir um hvaða greindir þeir eru að vinna með
- Leiðir
Fjölgreindarkenning í kennslustofunni
Útbúa þemaverkefni sem snerta flestar eða allar
greindir
Í lok hvers dags spjalla saman um hvaða greindir við vorum
að vinna með
Fjölgreindahringekja
Nýta sér heim ævintýranna
- Markmið með ævintýrum
í kennslustofunni
Að læra í gengum leik
Að gera kennslustofuna að ævintýraheimi þar sem
nemendur geta prufað mismunandi hlutverk
Að nemendur fái að skapa ævintýrablæ á
kennslustofuna með verkum sínum
Að kynnast mismunandi ævintýrum
Að kynnast hvernig á að byggja upp sögu eða ævintýri
Að tengja allar námsgreinar við ævintýraheim
- "Barnæskan á að
vera skemmtilegt ævintýri“Loris Malaguzzi