Korpuskóli
4. bekkur
Veturinn 2001 - 2002

Íslenska
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir

Verkefni úr Skinnu - heimanám 4

Nú átt þú að semja sögu.
Til að búa til sögu þarf að svara ýmsum spurningum.
þær gætu verið svona:

  • Hvenær gerist sagan?
  • Um hvað er sagan?
  • Hvernig gerist sagan?
  • Hverjir eru með í sögunni?
  • Hvernig líta persónurnar út?
  • Eru persónurnar gamlar eða ungar?
  • Hvernig haga þær sér?
  • Eru þær vinir eða óvinir?
  • Hvernig á sagan að byrja?
  • Hvar nær sagan hámarki?
  • Hvernig endar sagan?

Semdu nú sögu og skrifaðu í íslenskubókina þína eða skrifaðu hana í tölvuna þína og sendu kennaranum þínum í tölvupósti.
(Það er gott að skrifa hana fyrst á blað síðan í tölvuna eða í réttritunarbókina þína.)

vigfusina@isl.is

Gangi þér vel
Björg