Korpuskóli
4. bekkur
Veturinn 2001 - 2002

Íslenska - talað mál og framsögn
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir

Talað mál og framsögn  
  1. Lesa fyrir hvert annað.
  2. Flytja ræður fyrir hvert annað
  3. Kynna verkefnin okkar fyrir foreldrum
  4. Leika leikrit


Talað mál og framsögn

Tenging við námsskrá

  • Fá þjálfun í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum
  • Vinna verkefni sem krefjast þess að einstaklingurinn tjái sig munnlega
  • Geta sagt frá eigin reynslu.
  • Geta endursagt sögur, frásagnir eða því sem einstaklingurinn hefur upplifað.
  • Geta rætt við bekkjarfélaga, t.d. ef það koma upp vandamál og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu.
  • Kynna verkefnin sín fyrir bekkjarfélögunum eða foreldrum
  • Geta rökstutt og sagt frá hvernig einstaklingurinn komst að
    ákveðnum niðurstöðum.
  • Þjálfist í að lesa upphátt sögur og ljóð.
  • Taka þátt í leikrænni tjáningu.
  • Gera sér grein fyrir reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og fara eftir þeim.    (Stuðst við námskrá í íslensku gefinút af Menntamálaráðuneytinu, bls 38 - 39)

Talað mál og framsögn markmið:

Af hverju þurfum við að geta talað og tjáð okkur?

  • Til að geta átt samkipti og talað við annað fólk.
  • Til að geta sagt frá því sem vekur áhuga okkar.
  • Til að komast að samkomulagi.
  • Til að geta rökrætt.
  • Til að geta kynnt verkefnin sín.
  • Til að geta sagt skoðanir sínar .

Leiðir:

  • Við lesum upphátt í lestrar- og ljóðabókum.
  • Við búum til litlar ræður og flytjum fyrir hvert annað.
  • Við finnum áhugavert efni og lesum fyrir hvert annað.
  • Við kynnum þemaverkefnin okkar fyrir hverjuöðru og fyrir foreldrum.
  • Við búum til leikrit og sýnum hverju öðru

Bækur sem við styðjumst meðal annars við eru:

Skinna
Lestrarbækur
Ljóðabækur