Geta svarað spurningum varðandi
það sem hlustað var á.
Fylgjast með umræðum
og taka þátt í þeim.
Ná að einbeita sér
við að hlusta í töluverðan tíma.
Geta farið eftir munnlegum fyrirmælum
kennara.
Geta endursagt efni sem hlustað
er á.
Horfa á fræðslu eða
skemmtiefni með athygli og vinna úr upplýsingum sem
þar koma fram. (Stuðst
við námskrá í íslensku gefinút
af Menntamálaráðuneytinu, 1999, bls 39)
Markmið með því
að kunna að hlusta og einbeita sér við að horfa
á:
Af hverju þurfum við að
kunna að hlusta og horfa á?
Til að fylgjast með því
sem er að gerast í kringum okkur
Til að vita hvaða verkefni
á að vinna
Til að ná sér í
fróðleik og upplýsingar
Til að geta sagt frá því
sem maður heyrir og sér.
Leiðir:
Nemendur lesa fyrir hvert annað.
Kennari kemur með ýmsan
fróðleik og verkefni.
Í öllum þemaverkefnum
verður kynning á því sem hefur verið unnið.
Horfa á leikrit eftir hvert
annað.
Horfa á myndbönd tengd
verkefnum sem við erum að vinna.